Beckham: Solskjær er að skila ótrúlegu starfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 20:31 David Beckham og Ole Gunnar Solskjær náðu vel saman hjá Manchester United og unnu marga titla saman. Getty/Alex Livesey David Beckham er mjög ánægður með sinn gamla liðsfélaga Ole Gunnar Solskjær í knattspyrnustjórahlutverkinu hjá Manchester United. David Beckham var spurður út í sitt gamla félag í nýju viðtali þar sem hann var þó aðallega mættur sem einn af eigendum bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. David Beckham og Ole Gunnar Solskjær unnu fimm Englandsmeistaratitla saman hjá Manchester United frá 1996 til 2003 og auðvitað þrennuna 1998-98. Manchester United er nú í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og gæti endaði meðal þriggja efstu liðanna annað árið í röð en það væri í fyrsta sinn síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins árið 2013. David Beckham believes in close friend Ole Gunnar Solskjaer "He's very quiet, he gets on with his job, and I think he's done an incredible job down at United." [ESPN] pic.twitter.com/WNvQyuv6XA— Goal (@goal) March 24, 2021 Solskjær hefur verið gagnrýndur á tímabilinu, fyrst þegar liðið datt út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar og aftur þegar liðið gaf eftir í framhaldinu á því að komast á topp ensku deildarinnar. Nú síðast tapaði Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. „Ég hef séð þessa gagnrýni en það er bara þannig að þegar þú ert knattspyrnustjóri Manchester United, hjá liði sem hefur náð svo miklum árangri í gegnum tíðina, þá sleppur þú aldrei við gagnrýni hvort sem þú ert leikmaður, eigandinn eða knattspyrnustjórinn,“ sagði David Beckham í viðtali við ESPN. David Beckham insists Ole Gunnar Solskjaer is doing an 'incredible job' at Manchester United #MUFC https://t.co/K8XP5rjxTA— talkSPORT (@talkSPORT) March 23, 2021 „Ole hefur verið það lengi í þessu að hann ætti að geta tekið þessari gagnrýni. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður og það eru engin læti í honum. Hann heldur áfram sínu starfi og mér finnst hann hafa skilað ótrúlegu starfi hjá United,“ sagði Beckham. „Úrslitin eru farin að sýna það. Vonandi heldur þetta áfram þannig því stuðningsmennirnir elska Ole, við elskum öll Ole og við viljum að honum gangi vel. Svo þegar gagnrýnin kemur þá er hann maður sem getur tekið henni,“ sagði Beckham. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
David Beckham var spurður út í sitt gamla félag í nýju viðtali þar sem hann var þó aðallega mættur sem einn af eigendum bandaríska MLS-liðsins Inter Miami. David Beckham og Ole Gunnar Solskjær unnu fimm Englandsmeistaratitla saman hjá Manchester United frá 1996 til 2003 og auðvitað þrennuna 1998-98. Manchester United er nú í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni og gæti endaði meðal þriggja efstu liðanna annað árið í röð en það væri í fyrsta sinn síðan að Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri liðsins árið 2013. David Beckham believes in close friend Ole Gunnar Solskjaer "He's very quiet, he gets on with his job, and I think he's done an incredible job down at United." [ESPN] pic.twitter.com/WNvQyuv6XA— Goal (@goal) March 24, 2021 Solskjær hefur verið gagnrýndur á tímabilinu, fyrst þegar liðið datt út úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar og aftur þegar liðið gaf eftir í framhaldinu á því að komast á topp ensku deildarinnar. Nú síðast tapaði Manchester United í átta liða úrslitum enska bikarsins. „Ég hef séð þessa gagnrýni en það er bara þannig að þegar þú ert knattspyrnustjóri Manchester United, hjá liði sem hefur náð svo miklum árangri í gegnum tíðina, þá sleppur þú aldrei við gagnrýni hvort sem þú ert leikmaður, eigandinn eða knattspyrnustjórinn,“ sagði David Beckham í viðtali við ESPN. David Beckham insists Ole Gunnar Solskjaer is doing an 'incredible job' at Manchester United #MUFC https://t.co/K8XP5rjxTA— talkSPORT (@talkSPORT) March 23, 2021 „Ole hefur verið það lengi í þessu að hann ætti að geta tekið þessari gagnrýni. Hann er mjög rólegur og yfirvegaður og það eru engin læti í honum. Hann heldur áfram sínu starfi og mér finnst hann hafa skilað ótrúlegu starfi hjá United,“ sagði Beckham. „Úrslitin eru farin að sýna það. Vonandi heldur þetta áfram þannig því stuðningsmennirnir elska Ole, við elskum öll Ole og við viljum að honum gangi vel. Svo þegar gagnrýnin kemur þá er hann maður sem getur tekið henni,“ sagði Beckham.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira