Gerrard: Enska landsliðið henti besta hægri bakverði landsins út úr liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 12:01 Trent Alexander-Arnold hefur átt erfitt tímabil hjá Liverpool og missti fyrir vikið sæti sitt í enska landsliðinu. Getty/John Powell Steven Gerrard var mjög hissa að sjá það að Trent Alexander-Arnold var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi Liverpool bakvörðinn ekki i 26 manna hóp sinn fyrir leiki á móti San Marinó, Albaníu og Póllandi. Hinn 22 ára gamli Trent Alexander-Arnold var valinn hægri bakvörðurinn í heimsliðinu í fyrra og hefur verið fastamaður í enska landsliðinu frá 2018. Southgate sagði að hann væri ekki að spila vel og þess vegna væri hann ekki í liðinu. "He's the best right-back the country has got."Steven Gerrard has spoken about Trent Alexander-Arnold and how he's available for any of the Liverpool squad... pic.twitter.com/y1pb8BmGe3— Football on BT Sport (@btsportfootball) March 22, 2021 Það vantar ekki samkeppnina í hægri bakvarðarstöðu enska landsliðsins því í staðinn gat Southgate valið þá Kyle Walker hjá Manchester City, Kieran Trippier hjá Atletico Madrid og Reece James hjá Chelsea. Steven Gerrard er nú knattspyrnustjóri Rangers en hann var leikmaður Liverpool í sautján ár. Gerrard segir að nú sé mikilvægt að standa við bakið á Alexander-Arnold og hjálpa honum aftur af stað. „Ég tel að Trent sé besti hægri bakvörðurinn í landinu,“ sagði Steven Gerrard í viðtölum við breska miðla en ESPN segir frá. „Eitt sem ég hef lært frá mínum spiladögum er að þú getur aldrei verið alltaf tíu af tíu mögulegum. Þegar þú dettur aðeins niður þá þarftu að fá stuðning, ást og athygli frá stjóranum þínum umfram allt annað,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold is the 'best English right back in the country', says Steven Gerrard | @DominicKing_DM https://t.co/cWiIfPvwsG— MailOnline Sport (@MailSport) March 22, 2021 „Þessi ákvörðun kom mér á óvart en það er bara mín skoðun og hún skiptir ekki máli. Gareth Southgate tekur þessa ákvarðanir. Ég er ekki sammála þessari ákvörðun en ég er ekki enski landsliðsþjálfarinn,“ sagði Gerrard. Trent Alexander-Arnold hefur átti erfitt tímabil eins og margir leikmenn Englandsmeistara Liverpool. Fyrir vikið á liðið ekki lengur möguleika á því að verja titilinn og þarf ótrúlegan endasprett til að ná Meistaradeildarsæti.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira