Bein útsending: Seðlabankinn gerir grein fyrir óbreyttum stýrivöxtum Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2021 09:01 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 9:30 í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar. Ákvörðun Seðlabankans er í samræmi við væntingar markaðsins en bæði Íslandsbanki og Landsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Óvissa en útlit fyrir áframhaldandi bata Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til þess að mikil óvissa sé um þróun efnahagsmála hér og erlendis sem muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu faraldursins og hversu vel bólusetning gegn henni gengur. Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var samdráttur landsframleiðslu 6,6% í fyrra en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 7,7%. Efnahagsumsvif reyndust því kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Þá benda vísbendingar og kannanir til áframhaldandi bata það sem af er þessu ári að sögn Seðlabankans. Verðbólga hjaðnaði í febrúar og mældist 4,1%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra vegi enn þungt en séu líklega tekin að fjara út þar sem gengi krónunnar hafi hækkað nokkuð undanfarið. Því sé útlit fyrir að verðbólga taki að hjaðna í vor þótt nærhorfur hafi líklega versnað frá því í febrúar. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði kynnt 19. maí næstkomandi. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu munu gera grein fyrir ákvörðun peningastefnunefndarinnar. Ákvörðun Seðlabankans er í samræmi við væntingar markaðsins en bæði Íslandsbanki og Landsbanki höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum. Horfa má á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Óvissa en útlit fyrir áframhaldandi bata Í yfirlýsingu peningastefnunefndar er vísað til þess að mikil óvissa sé um þróun efnahagsmála hér og erlendis sem muni að töluverðu leyti ráðast af framvindu faraldursins og hversu vel bólusetning gegn henni gengur. Samkvæmt nýlega birtum þjóðhagsreikningum var samdráttur landsframleiðslu 6,6% í fyrra en í febrúarspá sinni hafði Seðlabankinn gert ráð fyrir að hann yrði 7,7%. Efnahagsumsvif reyndust því kröftugri en spáð hafði verið á síðasta fjórðungi ársins og samdrátturinn á fyrstu þremur fjórðungum ársins nokkru minni en fyrri tölur bentu til. Þá benda vísbendingar og kannanir til áframhaldandi bata það sem af er þessu ári að sögn Seðlabankans. Verðbólga hjaðnaði í febrúar og mældist 4,1%. Fram kemur í yfirlýsingu peningastefnunefndar að áhrif gengislækkunar krónunnar í fyrra vegi enn þungt en séu líklega tekin að fjara út þar sem gengi krónunnar hafi hækkað nokkuð undanfarið. Því sé útlit fyrir að verðbólga taki að hjaðna í vor þótt nærhorfur hafi líklega versnað frá því í febrúar. Áætlað er að næsta vaxtaákvörðun verði kynnt 19. maí næstkomandi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 6,1 prósent Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31