„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 11:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðgreiningar, telur að fjórða bylgja faraldursins sé hafin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira