Dorrit vill koma á fót tónlistarhátíð í Geldingadal Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2021 16:14 Dorrit hefur varpað fram hinni frumlegu hugmynd að í Geldingahrauni megi halda alþjóðlega tónlistarhátíð. Ólafur Ragnar eiginmaður hennar auglýsir eftir hugmyndum á Twitter. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti auglýsir eftir nafni á hátíðina. Volstock er efst á blaði. Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49