Konum á miðjum aldri hættara við langtímaveikindum af Covid Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2021 16:41 Rannsóknirnar náðu til fólks sem var lagt inn á sjúkrahús með Covid-19 á Bretlandi. Vísir/EPA Rannsóknir á Bretlandi benda til þess að konur á fimmtugs- og sextugsaldri sem leggja þarf inn á sjúkrahús með Covid-19 séu líklegri en aðrir til þess að lenda í langvarandi einkennum eftir að þær eru útskrifaðar. Þær sem eiga fyrir við undirliggjandi heilsubrest að stríða virðast einnig í meiri áhættu. Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Síþreyta, mæði og heilaþoka er á meðal þeirra einkenna sem konur á miðjum aldri voru líklegri til þess að upplifa í fleiri mánuði eftir að þær útskrifuðust af sjúkrahúsi eftir Covid-19 en aðrir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar af rannsóknunum. Hvítar miðaldra konur með aðra sjúkdóma eins og sykursýki, hjarta- eða lungnasjúkdóma voru líklegri til þess að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 fimm mánuðum eftir útskrift af sjúkrahúsi. Í mestum áhættuhópi voru konur á bilinu fjörutíu til sextíu ára sem glímdu við tvo undirliggjandi sjúkdóma aðra. Í annarri rannsókninni virtust konur yngri en fimmtugar líklegri til að þjást af langvarandi einkennum Covid-19 en karlar og eldra fólk jafnvel þó að þær væru hraustar að öðru leyti. Rannsóknirnar tvær voru tiltölulega smáar í sniðum. Önnur þeirra náði til 327 sjúklinga en hin til 1.077 manns sem voru útskrifaðir af sjúkrahúsi eftir Covid-19-veikindi í Bretlandi í fyrra. Meirihluti sjúklinganna sagðist finna fyrir nokkrum og viðvarandi einkennum fimm mánuðum eftir útskrift. Algengt var að þeir þjáðust af vöðva- og liðverkjum, síþreytu, slappleika, mæði og heilaþoku. Um fjórðungur sjúklinganna í annarri rannsókninni þjáðist af kvíða og þunglyndi fimm mánuðum eftir úrskrift og tólf prósent sýndu einkenni áfallastreituröskunar. Louise Wain, prófessor við Háskólann í Leicester, segir mögulegt að munur á ónæmiskerfi karla og kvenna skýri hvers vegna konur virðist í aukinni hættu á langvarandi veikindum af völdum Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira