Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum dagsins verður sjónum að sjálfsögðu beint að kórónuveirufaraldrinum og þeim hertu takmörkunum sem gildi tóku á miðnætti.

Rætt verður við sóttvarnalækni en einnig við ósátta leikskólakennara sem segja stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólunum opnum fram að páskum. Að auki tökum við stöðuna á gosstöðvunum á Reykjanesi og ræðum við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum og afnema þá skyldu sem er á útlendingum að þeir komi reglulega hingað til lands til að viðhalda rétti til atvinnuleysisbóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×