Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 26. mars 2021 14:00 Fram og KA hafa leikið einum leik færra en hin tíu liðin í Olís-deild karla. Því telst mótið ekki enn gilt. vísir/elín Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni