Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 13:08 Kamilla var gestur hlaðvarpsins Eigin konur. Þar ræddi hún ítarlega upplifun sína af grófu ofbeldissambandi sem hófst snemma á unglingsárum hennar. Skjáskot Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni. Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni.
Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52