Enski boltinn

Dem­bele er mikill stuðnings­maður Leeds og bað um treyju Bam­fords

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dembele hefur verið að spila vel í liði Börsunga á þessari leiktíð, á milli þess sem hann horfir á Leeds.
Dembele hefur verið að spila vel í liði Börsunga á þessari leiktíð, á milli þess sem hann horfir á Leeds. David S. Bustamante/Getty

Ousmane Dembele, leikmaður Barcelona, er mikill stuðningsmaður Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Þessu sagði Patrick Bamford, framherji liðsins, frá í viðtali.

Dembele er litríkur karakter sem kom til Barcelona árið 2017 og hefur ekki slegið í gegn fyrr en fyrst á þessari leiktíð.

Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni eiga hins vegar hug Dembele á Englandi og hann hefur meðal annars fengið treyjur Patricks Bamford og Kevins Phillip.

„Eftir leikinn Fulham kom Meslier til mín og sagði: Ég þarf treyjuna þína. Ég sagði já, það er fínt en fyrir hvern? Þá svaraði hann Dembele og ég sagði ha? Gaurinn frá Barcelona,“ sagði Bamford.

„Af hverju vill hann treyjuna mína? Þá svaraði Meslier að hann vildi treyjuna mína og Kalvins Phillip því hann er mikill stuðningsmaður Leeds og horfir á alla leiki.“

„Ég hélt að hann væri að grínast en ég sagði að hann þyrfti þá að redda mér treyjunni hans [Dembele] í staðinn. Svo hringdi hann í mig í fyrradag og sýndi mér Barcelona treyjuna sína þar sem stóð: Til bróður míns Bamford, frá Dembele,“ sagði Pamford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×