Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 21:49 Þúsundir hafa flúið átökin í Venesúela. EPA-EFE/MARIO CAICEDO Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir. Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir.
Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18