Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 20:25 Gylfi, til vinstri, í landsleik gegn Frökkum á síðasta ári og Eiður, til hægri, á blaðamannafundi KSÍ. getty/Jeroen Meuwsen/vísir/vilhelm/ Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira
Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Sjá meira