Þetta staðfesti hann í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis en fyrr í kvöld lét Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, hafa eftir sér að mögulega væru aðrar ástæður væru fyrir fjarveru Gylfa en að kona hans beri barn undir belti.
Guðjón sagði í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna málefan Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Guðjón útskýrði ekki nánar hvað hann ætti við með „stöðu“ Eiðs Smára.
„Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón.
Heimildarmenn, bæði úr herbúðum KSÍ og aðilum tengdum Gylfa Þór sjálfum, fullyrtu við Vísi í kvöld að fullyrðingar Guðjóns ættu ekki við rök að styðjast og að eina ástæðan fyrir fjarveru Gylfa væri ákvörðun hans og eiginkonu hans, Alexöndru Helgu Ívarsdóttur, um að hann yrði heima við í núverandi landsleikjatörn vegna meðgöngu hennar.
Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum í törninni, fyrir Þýskalandi og Armeníu.