Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 30. mars 2021 06:45 Ljósmyndari Vísis,Vilhelm Gunnarsson, var á ferð við gosstöðvarnar í gærkvöldi. Hann náði þessari mynd þar sem kona hafði slasað sig á ökkla og fékk aðstoð og aðhlynningu björgunarsveitarfólks. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira