Nokkuð um hálkuslys á gosstöðvunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 30. mars 2021 06:45 Ljósmyndari Vísis,Vilhelm Gunnarsson, var á ferð við gosstöðvarnar í gærkvöldi. Hann náði þessari mynd þar sem kona hafði slasað sig á ökkla og fékk aðstoð og aðhlynningu björgunarsveitarfólks. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að gönguleiðirnar að gosstöðvunum í Geldingadölum verði opnaðar klukkan níu en þeim var lokað klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum gengu lokanir vel í gær og einnig gekk vel að rýma svæðið, sem gert var á miðnætti. Nokkur hálka var á svæðinu og nokkuð um hálkuslys. Kona handleggsbrotnaði við gosstöðvarnar og var hún sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar og flutt á sjúkrahús. Annar gestur, karlmaður á fimmtugsaldri, rann til á gönguleiðinni og var sóttur af björgunarsveitarmönnum sem komu honum í sjúkrabíl sem er staðsettur á bílastæðunum sem útbúin hafa verið. Önnur óhöpp voru minniháttar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar sem hafði handleggsbrotnað þar í gær.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Töluverður fjöldi fólks var á svæðinu í gær og nú hafa reglur um einstefnuakstur verið afnumdar á Suðurstrandarvegi frá austurs frá Grindavík og því er nú bannað að leggja bílum í vegarkantinum eins og tíðkast hefur. Þess í stað á fólk að nota bílastæðin. Miðað við veðurspá dagsins ætti að viðra nokkuð vel til göngu og má því aftur búast við miklum fjölda á svæðinu í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands verður léttskýjað í öllum landshlutum og sólin komin nægilega hátt á loft til að veita smá yl. Staðan á gosinu sjálfu er svo annars svipuð og verið hefur samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar og lítið um skjálfta á svæðinu líkt og undanfarna daga. Hvorki hefur myndast nýr gígur né ný sprunga á gossvæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira