Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið Jakob Bjarnar skrifar 30. mars 2021 11:28 Kolbeinn hefur ekki enn séð gosið, og ber fyrir sig mótþróaþrjóskuröskun en hann er nú samt búinn að skrifa um gosið bók. vísir/vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í. Þessi útgáfa kemur svo bratt að blaðamanni Vísis að ma ma … varla byrjað að gjósa og komin bók? Hvað gengur á? „Útgefandinn, Tómas Hermannsson, er maður aðgerða. Ég gaf fyrir nokkrum árum út bók um eldgos hjá honum og hann hafði samband með þá klikkuðu hugmynd að bæta inn umfjöllun um eldgos í Geldingadölum og endurútgefa, enda sú eldri uppseld. Það er ekki hægt annað en að hrífast með ákafanum í Tomma og við drifum í þessu og nú er hún komin í prentun,“ segir Kolbeinn. Bókin sem hann nefnir kom út 2015. Heklugosið 1104 með þeim merkilegri Kolbeinn segist hafa drukkið í sig áhuga á eldgosum með móðurmjólkinni. „Fyrsta minning mömmu er Heklugosið 1947. Ég ólst síðan upp við Heklu, hún er okkar fjall, í sveitinni hjá ömmu og afa í Þjórsárdal. Hef farið og séð þau nokkur í gegnum tíðina. Sem blaðamaður á Fréttablaðinu á sínum tíma var ég með samning við fréttastjórann um að þegar Hekla gysi ætti ég forgangsrétt að umfjöllun, en til þess kom þó aldrei.“ Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi er afar tilkomumikið, þó það hafi verið sagt óttalegur ræfill. En þeir sem hafa gert sér ferð á gosstöðvarnar lýsa því sem óviðjafnalegri upplifun.Vísir/Vilhelm Fyrst Kolbeinn hefur yfirsýnina er ekki úr vegi að spyrja hvaða gos sé merkilegast? „Ég væri náttúrulega að svíkja alla mína áa ef ég segði ekki Heklugosið 1104, sem lagði blómlega byggð í Þjórsárdal að mestu í eyði. Sem sagnfræðingur verð ég líka að nefna Lakagíga, en kenningar um að gosið þar á 18. öld hafi stuðlað að frönsku byltingunni eru spennandi og býsna trúverðugar. Krakatá er líka býsna merkileg, svona ef maður horfir út fyrir landsteinana, en hvellurinn af þeirri spreningu heyrðist víða.“ Ekki enn farið til að skoða gosið En þetta sem nú er, í Geldingadölum, hvernig er það í samanburði? Er það óttalegur ræfill eins og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og prófessor missti út úr sér? „Ég er náttúrulega bara leikmaður og sem sagnfræðingur betri í að meta hið liðna – lesa mig til. Það er náttúrulega alltaf spurning um hvaða mælikvarða þú notar. Krafturinn er ekki endilega mikill í þessu, en það er býsna merkilegt að opnast hafi gosrás 15-20 km niður í möttul jarðar.“ Bæði blaðamaður og Kolbeinn eru sammála um ágæti yfirstandandi goss á Reykjanesi en komast að því að hvorugur hefur enn farið til að berja það augum. „Of vinsælt,“ segir Kolbeinn og horfist í augu við mótþróaþrjóskuröskun sína – og vill gera blaðamann samsekan í því. Þingmaðurinn leggur áherslu á að hann sé leikmaður á sviði jarðvísinda en hefur sagnfræðina til að styðjast við. „Þetta gos hefur það svo fram yfir önnur að það er í gangi núna og hægt að fylgjast með því í rauntíma. Það er alltaf merkilegt, hvað sem öðru líður.“ Í fótspor Ara Trausta Kolbeinn hefur gefið það út að hann vilji leiða Vinstri græna í Suðurlandi, og mun þar etja kappi við fleira fólk. Ari Trausti Guðmundsson skipaði það sæti í síðustu kosningum en hann hefur gefið það út að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Gosið er einmitt í Suðurkjördæmi og Ari Trausti var einmitt búinn að hrella þingheim með spádómum um gos, sem svo rættust. „Já, ég er náttúrulega að keppa að því að feta í fótspor Ara Trausta og verða þingmaðurinn í Suðurkjördæmi sem er alltaf í eldgosunum. Það er þó borin von, enda ekki margir sem tala af svona mikilli þekkingu á mannamáli um flókin jarðfræðileg fyrirbæri og Ari Trausti gerir. Spádómur hans varðandi gosið er gott dæmi um þekkingu hans og ég hlusta bara á hvað hann segir um þessi mál. Það er alltaf best að hlusta á sérfræðingana,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bókaútgáfa Alþingi Höfundatal Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir vilja verða oddviti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira
Þessi útgáfa kemur svo bratt að blaðamanni Vísis að ma ma … varla byrjað að gjósa og komin bók? Hvað gengur á? „Útgefandinn, Tómas Hermannsson, er maður aðgerða. Ég gaf fyrir nokkrum árum út bók um eldgos hjá honum og hann hafði samband með þá klikkuðu hugmynd að bæta inn umfjöllun um eldgos í Geldingadölum og endurútgefa, enda sú eldri uppseld. Það er ekki hægt annað en að hrífast með ákafanum í Tomma og við drifum í þessu og nú er hún komin í prentun,“ segir Kolbeinn. Bókin sem hann nefnir kom út 2015. Heklugosið 1104 með þeim merkilegri Kolbeinn segist hafa drukkið í sig áhuga á eldgosum með móðurmjólkinni. „Fyrsta minning mömmu er Heklugosið 1947. Ég ólst síðan upp við Heklu, hún er okkar fjall, í sveitinni hjá ömmu og afa í Þjórsárdal. Hef farið og séð þau nokkur í gegnum tíðina. Sem blaðamaður á Fréttablaðinu á sínum tíma var ég með samning við fréttastjórann um að þegar Hekla gysi ætti ég forgangsrétt að umfjöllun, en til þess kom þó aldrei.“ Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi er afar tilkomumikið, þó það hafi verið sagt óttalegur ræfill. En þeir sem hafa gert sér ferð á gosstöðvarnar lýsa því sem óviðjafnalegri upplifun.Vísir/Vilhelm Fyrst Kolbeinn hefur yfirsýnina er ekki úr vegi að spyrja hvaða gos sé merkilegast? „Ég væri náttúrulega að svíkja alla mína áa ef ég segði ekki Heklugosið 1104, sem lagði blómlega byggð í Þjórsárdal að mestu í eyði. Sem sagnfræðingur verð ég líka að nefna Lakagíga, en kenningar um að gosið þar á 18. öld hafi stuðlað að frönsku byltingunni eru spennandi og býsna trúverðugar. Krakatá er líka býsna merkileg, svona ef maður horfir út fyrir landsteinana, en hvellurinn af þeirri spreningu heyrðist víða.“ Ekki enn farið til að skoða gosið En þetta sem nú er, í Geldingadölum, hvernig er það í samanburði? Er það óttalegur ræfill eins og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og prófessor missti út úr sér? „Ég er náttúrulega bara leikmaður og sem sagnfræðingur betri í að meta hið liðna – lesa mig til. Það er náttúrulega alltaf spurning um hvaða mælikvarða þú notar. Krafturinn er ekki endilega mikill í þessu, en það er býsna merkilegt að opnast hafi gosrás 15-20 km niður í möttul jarðar.“ Bæði blaðamaður og Kolbeinn eru sammála um ágæti yfirstandandi goss á Reykjanesi en komast að því að hvorugur hefur enn farið til að berja það augum. „Of vinsælt,“ segir Kolbeinn og horfist í augu við mótþróaþrjóskuröskun sína – og vill gera blaðamann samsekan í því. Þingmaðurinn leggur áherslu á að hann sé leikmaður á sviði jarðvísinda en hefur sagnfræðina til að styðjast við. „Þetta gos hefur það svo fram yfir önnur að það er í gangi núna og hægt að fylgjast með því í rauntíma. Það er alltaf merkilegt, hvað sem öðru líður.“ Í fótspor Ara Trausta Kolbeinn hefur gefið það út að hann vilji leiða Vinstri græna í Suðurlandi, og mun þar etja kappi við fleira fólk. Ari Trausti Guðmundsson skipaði það sæti í síðustu kosningum en hann hefur gefið það út að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Gosið er einmitt í Suðurkjördæmi og Ari Trausti var einmitt búinn að hrella þingheim með spádómum um gos, sem svo rættust. „Já, ég er náttúrulega að keppa að því að feta í fótspor Ara Trausta og verða þingmaðurinn í Suðurkjördæmi sem er alltaf í eldgosunum. Það er þó borin von, enda ekki margir sem tala af svona mikilli þekkingu á mannamáli um flókin jarðfræðileg fyrirbæri og Ari Trausti gerir. Spádómur hans varðandi gosið er gott dæmi um þekkingu hans og ég hlusta bara á hvað hann segir um þessi mál. Það er alltaf best að hlusta á sérfræðingana,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bókaútgáfa Alþingi Höfundatal Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Fjórir vilja verða oddviti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Sjá meira