Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 15:34 Fannar segir að eins og séu óþægindin af gosinu bundin við mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira