Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 15:34 Fannar segir að eins og séu óþægindin af gosinu bundin við mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira