Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2021 10:56 Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður segir að ekkert hafi verið tekið til athugasemda þeirra um ýmsa vankanta á siðareglunum, og því sögðu þau sig frá verkefninu. vísir/vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. Gunnar Ingi segir í samtali við Vísi það hafa verið svo að þeim sem í nefndinni sátu, Guðmundi Heiðari Frímannssyni prófessor og Sigríði Árnadóttur fyrrverandi fréttamanni sem nú starfar hjá Héraðssaksóknara, hafi 2015 verið fengið það hlutverk að fara yfir drög að siðareglum og móta. „Það var engin sérstök ánægja með það eins og þær lágu fyrir. Við höfðum ýmsar athugasemdir fram að færa meðal annars við það ákvæði sem fjallar um tjáningarfrelsi blaðamanna. Svo gerðist ekkert í þeim málum. Einhvern veginn sofnaði þetta, þannig að þetta fór ekki í þann farveg sem ég hefði séð fyrir mér og sagði mig þá frá þessu,“ segir Gunnar Ingi. Ekki hægt að starfa samkvæmt gölluðum reglunum Hann segir þau í siðanefndinni hafi ekki séð flöt á því að starfa samkvæmt reglunum eins og þær lágu fyrir. Eftir að þau sögðu sig frá verkefninu var engin siðanefnd starfandi og því varð uppi fótur og fit innan stofnunarinnar þegar kæran frá Samherja lítur dagsins ljós, þar 11 starfsmenn stofnunnarinnar eru kærðir með vísan til eftirfarandi ákvæðis í reglunum: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Hálft ár tók fyrir nýja siðanefnd að komast að niðurstöðu, að Helgi Seljan hafi brotið siðareglur og brot hans væri alvarleg. Hins vegar „sluppu“ hinir tíu starfsmenn Ríkisútvarpsins með skrekkinn. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi verið umdeild en erfitt er að festa fingur hvað það er einkum sem fer fyrir brjóstið á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðuna; hvort það eru reglurnar sjálfar eða niðurstaða nefndarinnar. Illugi Jökulsson skrifar pistil um málið sem birtist í Stundinni í dag þar sem hann gagnrýnir nefndina harðlega fyrir að hafa komist að þessari niðurstöðu. Illugi Jökulsson er afar ósáttur við dóm siðanefndar Ríkisútvarpsins ohf og lætur þau þrjú sem í nefndinni sitja heyra það í pistli í Stundinni í dag.stundin skjáskot Gunnar Ingi segist ekki vita hvernig drögin sem þau áttu að vinna áfram voru til komin, en svo var ekki tekið tillit til athugasemda þeirra, voru tilkomin. Aðallega hafi þau verið unninn innan starfsmannafélagsins en tengiliður þeirra í nefndinni var Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri. „Við gerðum tillögur um breytingar sem náðu svo ekki lengra en sáum ýmsa vankanta á þessum reglum. Og varla hægt að starfa samkvæmt þeim. Þær eru augljóslega mjög íþyngjandi fyrir fréttamenn að starfa samkvæmt þeim. Að eiga það á hættu að upp kæmu mál, sem nú eru komin upp.“ Stjórn RÚV ætlar ekki að verða við erindi Samherja Gunnar Ingi telur næsta víst að niðurstaða nýrrar nefndar um brot á þessum siðareglum geti ekki haft neinar sérstakar afleiðingar. Þetta er rammi utan um æskilega háttsemi. Allt tal um að menn þurfi að hætta er því tómt mál um að tala. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kom saman í gær þar sem meðal annars stóð til að fjalla um kröfu Samherja þess efnis að Helgi Seljan komi ekki nálægt neinum fréttaflutningi af fyrirtækinu. Samherji telur einsýnt að niðurstaða nefndarinnar hljóti að túlkast svo að Helgi sé vanhæfur til þess. Ekki náðist í Jóhönnu Hreiðarsdóttur nú fyrir hádegi til leita svara við því hver niðurstaða stjórnarinnar er gagnvart þeirri kröfu sem væntanlega verður kynnt lögmanni sjávarútvegsfyrirtækisins á næstunni. Samkvæmt heimildum Vísis er innihald þess á þá leið að ekki verði gert neitt til að mæta þeirri kröfu. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gunnar Ingi segir í samtali við Vísi það hafa verið svo að þeim sem í nefndinni sátu, Guðmundi Heiðari Frímannssyni prófessor og Sigríði Árnadóttur fyrrverandi fréttamanni sem nú starfar hjá Héraðssaksóknara, hafi 2015 verið fengið það hlutverk að fara yfir drög að siðareglum og móta. „Það var engin sérstök ánægja með það eins og þær lágu fyrir. Við höfðum ýmsar athugasemdir fram að færa meðal annars við það ákvæði sem fjallar um tjáningarfrelsi blaðamanna. Svo gerðist ekkert í þeim málum. Einhvern veginn sofnaði þetta, þannig að þetta fór ekki í þann farveg sem ég hefði séð fyrir mér og sagði mig þá frá þessu,“ segir Gunnar Ingi. Ekki hægt að starfa samkvæmt gölluðum reglunum Hann segir þau í siðanefndinni hafi ekki séð flöt á því að starfa samkvæmt reglunum eins og þær lágu fyrir. Eftir að þau sögðu sig frá verkefninu var engin siðanefnd starfandi og því varð uppi fótur og fit innan stofnunarinnar þegar kæran frá Samherja lítur dagsins ljós, þar 11 starfsmenn stofnunnarinnar eru kærðir með vísan til eftirfarandi ákvæðis í reglunum: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum.“ Hálft ár tók fyrir nýja siðanefnd að komast að niðurstöðu, að Helgi Seljan hafi brotið siðareglur og brot hans væri alvarleg. Hins vegar „sluppu“ hinir tíu starfsmenn Ríkisútvarpsins með skrekkinn. Óhætt er að segja að niðurstaðan hafi verið umdeild en erfitt er að festa fingur hvað það er einkum sem fer fyrir brjóstið á þeim sem hafa gagnrýnt niðurstöðuna; hvort það eru reglurnar sjálfar eða niðurstaða nefndarinnar. Illugi Jökulsson skrifar pistil um málið sem birtist í Stundinni í dag þar sem hann gagnrýnir nefndina harðlega fyrir að hafa komist að þessari niðurstöðu. Illugi Jökulsson er afar ósáttur við dóm siðanefndar Ríkisútvarpsins ohf og lætur þau þrjú sem í nefndinni sitja heyra það í pistli í Stundinni í dag.stundin skjáskot Gunnar Ingi segist ekki vita hvernig drögin sem þau áttu að vinna áfram voru til komin, en svo var ekki tekið tillit til athugasemda þeirra, voru tilkomin. Aðallega hafi þau verið unninn innan starfsmannafélagsins en tengiliður þeirra í nefndinni var Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri. „Við gerðum tillögur um breytingar sem náðu svo ekki lengra en sáum ýmsa vankanta á þessum reglum. Og varla hægt að starfa samkvæmt þeim. Þær eru augljóslega mjög íþyngjandi fyrir fréttamenn að starfa samkvæmt þeim. Að eiga það á hættu að upp kæmu mál, sem nú eru komin upp.“ Stjórn RÚV ætlar ekki að verða við erindi Samherja Gunnar Ingi telur næsta víst að niðurstaða nýrrar nefndar um brot á þessum siðareglum geti ekki haft neinar sérstakar afleiðingar. Þetta er rammi utan um æskilega háttsemi. Allt tal um að menn þurfi að hætta er því tómt mál um að tala. Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. kom saman í gær þar sem meðal annars stóð til að fjalla um kröfu Samherja þess efnis að Helgi Seljan komi ekki nálægt neinum fréttaflutningi af fyrirtækinu. Samherji telur einsýnt að niðurstaða nefndarinnar hljóti að túlkast svo að Helgi sé vanhæfur til þess. Ekki náðist í Jóhönnu Hreiðarsdóttur nú fyrir hádegi til leita svara við því hver niðurstaða stjórnarinnar er gagnvart þeirri kröfu sem væntanlega verður kynnt lögmanni sjávarútvegsfyrirtækisins á næstunni. Samkvæmt heimildum Vísis er innihald þess á þá leið að ekki verði gert neitt til að mæta þeirri kröfu.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21
Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42