Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 18:11 Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins. RÚV Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. Siðanefnd RÚV taldi Helga hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum í áliti vegna kvörtunar Samherja í síðustu viku. Tíu aðrir fréttamenn sem Samherji kvartaði undan voru ekki taldir hafa brotið siðareglur. Helgi hefur meðal annars fjallað ítarlega um ásakanir um spillta viðskiptahætti útgerðarfyrirtækisins í Namibíu. Fyrirtækið greip til þess ráðs að framleiða myndbönd með ásökunum á hendur Helga og RÚV sem það greiddi fyrir að birta á samfélagsmiðlum í fyrra. Stjórn RÚV greindi frá því í dag að hún ætlaði ekki að bregðast við kröfu Samherja um að Helga yrði meinað að fjalla frekar um fyrirtækið. Hún taldi það ekki á sínu verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Í yfirlýsingu á vef RÚV segir Rakel fréttastjóri að stjórn opinbera hlutafélagsins hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu þar sem hún eigi enga aðkomu að ritstjórn. Umfjöllun Helga og fréttaskýringarþáttarins Kveiks standi. Telur Rakel ómögulegt að slíta ummæli Helga sem voru talin stríða gegn siðareglum úr samhengi við það sem hún kallar „aðför eða herferð“ sem fulltrúar Samherja hafi skipulagt gegn frétta- og blaðamönnum sem hafa fjallað um málefni fyrirtækisins síðustu misseri. „Aðför sem hefur þann eina tilgang að kæfa gagnrýna umræðu og koma í veg fyrir að fréttamenn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendiboðann svo upplýsingar skili sér ekki til almennings,“ segir fréttastjórinn. Vísar hún til myndbandanna sem Samherji lét vinna með ásökunum gegn fréttamönnum RÚV. Lýsir hún þeim sem kerfisbundinni atlögu fyrirtækis sem sé einsdæmi á Íslandi og grafalvarleg. „Í persónulegum árásum stórfyrirtækja gegn einstaklingum felst ofbeldi sem ekki verður við unað. Það er ógerningur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brotleg, úr samhengi við þessa aðför,“ segir í yfirlýsingu Rakelar. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Siðanefnd RÚV taldi Helga hafa brotið siðareglur með ummælum sínum um Samherja á samfélagsmiðlum í áliti vegna kvörtunar Samherja í síðustu viku. Tíu aðrir fréttamenn sem Samherji kvartaði undan voru ekki taldir hafa brotið siðareglur. Helgi hefur meðal annars fjallað ítarlega um ásakanir um spillta viðskiptahætti útgerðarfyrirtækisins í Namibíu. Fyrirtækið greip til þess ráðs að framleiða myndbönd með ásökunum á hendur Helga og RÚV sem það greiddi fyrir að birta á samfélagsmiðlum í fyrra. Stjórn RÚV greindi frá því í dag að hún ætlaði ekki að bregðast við kröfu Samherja um að Helga yrði meinað að fjalla frekar um fyrirtækið. Hún taldi það ekki á sínu verksviði að hlutast til um störf fréttamanna. Í yfirlýsingu á vef RÚV segir Rakel fréttastjóri að stjórn opinbera hlutafélagsins hafi ekki getað komist að annarri niðurstöðu þar sem hún eigi enga aðkomu að ritstjórn. Umfjöllun Helga og fréttaskýringarþáttarins Kveiks standi. Telur Rakel ómögulegt að slíta ummæli Helga sem voru talin stríða gegn siðareglum úr samhengi við það sem hún kallar „aðför eða herferð“ sem fulltrúar Samherja hafi skipulagt gegn frétta- og blaðamönnum sem hafa fjallað um málefni fyrirtækisins síðustu misseri. „Aðför sem hefur þann eina tilgang að kæfa gagnrýna umræðu og koma í veg fyrir að fréttamenn geti sinnt starfi sínu. Að skjóta sendiboðann svo upplýsingar skili sér ekki til almennings,“ segir fréttastjórinn. Vísar hún til myndbandanna sem Samherji lét vinna með ásökunum gegn fréttamönnum RÚV. Lýsir hún þeim sem kerfisbundinni atlögu fyrirtækis sem sé einsdæmi á Íslandi og grafalvarleg. „Í persónulegum árásum stórfyrirtækja gegn einstaklingum felst ofbeldi sem ekki verður við unað. Það er ógerningur að slíta þau ummæli Helga, sem nefndin taldi brotleg, úr samhengi við þessa aðför,“ segir í yfirlýsingu Rakelar.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00 Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56 Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08 Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Stjórn RÚV ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. ætlar ekki að bregðast við erindi Samherja sem hefur krafist þess að Helgi Seljan fréttamaður fjalli ekki um Samherja. 31. mars 2021 12:00
Gamla siðanefndin taldi ekki búandi við siðareglur RÚV Gunnar Ingi Jóhannsson hæstaréttarlögmaður var formaður siðanefndar Ríkisútvarpsins en nefndin hætti störfum vegna vankanta á siðareglunum. 31. mars 2021 10:56
Siðareglur RÚV voru tifandi tímasprengja Ríkisútvarpið ætlar að ráðast í endurskoðun á siðareglum sínum í kjölfar dóms siðanefndar yfir Helga Seljan. 29. mars 2021 13:08
Stjórn Félags fréttamanna: „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“ Stjórn Félags fréttamanna, stéttafélags fréttamanna á RÚV, sendi í dag frá sér ályktun vegna niðurstöðu siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur ellefu fréttamönnum. Þar lýsir stjórnin vonbrigðum með niðurstöðuna og segist hafa áhyggjur af því hvaða afleiðingar niðurstaðan geti haft á gagnrýna fjölmiðlun. 27. mars 2021 18:42
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26. mars 2021 16:21