Krummi sem heldur að hann sé hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2021 20:03 Jóhann Helgi og Dimma, sem eru miklir vinir og ná vel saman. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrafninn Dimma heldur að hann sé hundur því henni þykir ekkert meira skemmtilegt en að leika við Rjúpu, sem er sextíu kíló hundur á heimili við Elliðavatn. Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir búa við Elliðavatn steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu með nokkra hunda og taminn krumma, sem Jóhann Helgi sér um og hefur þjálfað með góðum árangri. Dimma er árs gömul og fór í fóstur til þeirra hjóna eftir að dýralæknir hafði fengið hana í hendur eftir óhapp á íþróttasvæðinu á Selfossi. Hún var fljót að jafna sig. „Hún er ljúf og blíð en hún er náttúrulega hrafn“, segir Jóhann Helgi. Rjúpa, sem er 60 kílóa hundur, Stóri Dan og Dimma eru bestu vinir og leika sér saman alla daga enda heldur Dimma oft að hún sé hundur. En hvað fær Dimma að éta? „Bara allt sem við borðum. Hrafnar eru alætur, jú hún er frábær. Eins og hún og tíkin, þar er jafnvægið alveg upp á tíu. Tíkin er ekkert að kippa sér upp við það þó að Dimma sé að bíta í skottið á henni og lappirnar og tíkin böggast jafn mikið í hrafninum í hundrað prósent jafnvægi og þær elska hvor aðra, elska að stríða hvor annarri og elska að hanga saman og leika eins og hundar gera,“ segir Jóhann Helgi. Dimma og Jóhann Helgi bregða oft á leik enda fulginn einstaklega gæfur og góður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor er skemmtilegri, hundurinn eða Dimma? „Dimma er miklu gáfaðri, hún er miklu fljótari að læra heldur en Rjúpa, það er engin spurning“, segir Jóhann Helgi hlægjandi. Rjúpa er stór og fallegur sextíu kílóa hundur, sem er besti vinur Jóhanns Helga og hrafnsins Dimmu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Dýr Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir búa við Elliðavatn steinsnar frá höfuðborgarsvæðinu með nokkra hunda og taminn krumma, sem Jóhann Helgi sér um og hefur þjálfað með góðum árangri. Dimma er árs gömul og fór í fóstur til þeirra hjóna eftir að dýralæknir hafði fengið hana í hendur eftir óhapp á íþróttasvæðinu á Selfossi. Hún var fljót að jafna sig. „Hún er ljúf og blíð en hún er náttúrulega hrafn“, segir Jóhann Helgi. Rjúpa, sem er 60 kílóa hundur, Stóri Dan og Dimma eru bestu vinir og leika sér saman alla daga enda heldur Dimma oft að hún sé hundur. En hvað fær Dimma að éta? „Bara allt sem við borðum. Hrafnar eru alætur, jú hún er frábær. Eins og hún og tíkin, þar er jafnvægið alveg upp á tíu. Tíkin er ekkert að kippa sér upp við það þó að Dimma sé að bíta í skottið á henni og lappirnar og tíkin böggast jafn mikið í hrafninum í hundrað prósent jafnvægi og þær elska hvor aðra, elska að stríða hvor annarri og elska að hanga saman og leika eins og hundar gera,“ segir Jóhann Helgi. Dimma og Jóhann Helgi bregða oft á leik enda fulginn einstaklega gæfur og góður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor er skemmtilegri, hundurinn eða Dimma? „Dimma er miklu gáfaðri, hún er miklu fljótari að læra heldur en Rjúpa, það er engin spurning“, segir Jóhann Helgi hlægjandi. Rjúpa er stór og fallegur sextíu kílóa hundur, sem er besti vinur Jóhanns Helga og hrafnsins Dimmu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Dýr Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira