Bólusettur Íslendingur smitaðist innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. apríl 2021 12:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki rétt að tveir bólusettir einstaklingar sem greinst hafa með breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi hafi borið veiruna með sér til landsins. Þá segir hann von á 120 þúsund skömmtum af bóluefni frá Pfizer í maí og júní og beðið er eftir afhendingaráætlun frá fleiri framleiðendum. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvö tilvik hafi komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafi borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Þórólfur segir þetta byggja á misskilningi og áréttar að einstaklingarnir tveir kunni að hafa smitast innanlands. „Þetta eru ekki smit sem bólusettir einstaklingar báru með sér til landsins. Þetta er einn útlendingur sem að var hér og var með fjölskyldu sinni og hann hefur greinilega smitast af fjölskyldu sinni sem hann var með hérna og greindist þannig. Það var ferðamaður bólusettur en fjölskyldan hans var ekki bólusett og hún greinilega veiktist fyrst á meðan þau voru hér. Það var tekið líka sýni frá honum og þá greinist hann líka með veiruna,“ útskýrir Þórólfur. „Þau hafa greinilega smitast á leiðinni og veikjast og hann greinilega smitast líka í leiðinni,“ bætir hann við. Þó sé erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar viðkomandi hafi smitast. „Hann gæti hafa smitast hugsanlega á leiðinni með fjölskyldu sinni, maður veit ekki nákvæmlega hvar smit hefur átt sér stað,“ segir Þórólfur. Íslendingurinn sem var bólusettur smitaðist innanlands Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Aðeins er vitað um tvo einstaklinga sem hafa greinst með veiruna hér á landi þrátt fyrir að vera bólusettir. „Hitt tilfellið er Íslendingur sem hefur verið hér og fjölskyldan hans smitaðist greinilega í tengslum við hluta af þessu skólasmiti sem hefur verið í gangi og viðkomandi fékk líka væg einkenni og var sýni tekið og hann greindist þá. Þetta er ekki einstaklingur sem að hafði borið með sér smit hingað til lands og smitað aðra,“ segir Þórólfur. Pfizer gefur í Þá segir Þórólfur að nýlega hafi borist góðar fréttir frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer. „Við erum alltaf að fá upplýsingar um dreifingu á bóluefnum og við vorum að fá núna áætlun frá Pfizer út júní sem er mjög jákvætt. Þeir geta gefið verulega í og mér sýnist að frá Pfizer núna í maí og júní þá munum við fá 120 þúsund skammta samkvæmt þeirra áætlun,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki búin að fá uppfærða áætlun fyrir maí og júní frá AstraZenica, Janssen eða Moderna. Þannig ef við tökum saman heildarfjöldann eins og staðan lítur út, þetta getur auðvitað átt eftir að breytast þetta hefur oft verið að hringla dálítið fram og til baka, en þá sýnist mér að við gætum verið með bóluefni fyrir fulla bólusetningu fyrir um 135 þúsund manns í lok júní,“ segir Þórólfur. Þá eru ótaldir þeir skammtar sem eigi eftir að koma frá Janssen, AstraZeneca og Moderna. „Þannig að þetta átt eftir að verða töluvert hærra,“ segir Þórólfur. „Ég held að með þessu þá virðist þetta vera að ganga eftir eins og bóluefnaframleiðendur voru búnir að lofa, að þeir væru að gefa í og væru að auka sína framleiðslugetu og það virðist vera að ganga eftir. Þannig ég helda að við séum klárlega að horfa upp á meira aðstreymi af bóluefnum.“ Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi Ísland fengið um 80 þúsund skammta. „Mér sýnist að með þessu að þá erum við alla veganna að fá 180 þúsund skammta fyrir annan ársfjórðung og inni í því vantar tölur frá AstraZeneca, Janssen og Moderna. Þannig að ég held að þetta horfi bara mjög vel út um hraðari bólusetningu heldur en að menn kannski þorðu að vona,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvö tilvik hafi komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafi borið með sér breska afbrigði kórónuveirunnar til landsins. Þórólfur segir þetta byggja á misskilningi og áréttar að einstaklingarnir tveir kunni að hafa smitast innanlands. „Þetta eru ekki smit sem bólusettir einstaklingar báru með sér til landsins. Þetta er einn útlendingur sem að var hér og var með fjölskyldu sinni og hann hefur greinilega smitast af fjölskyldu sinni sem hann var með hérna og greindist þannig. Það var ferðamaður bólusettur en fjölskyldan hans var ekki bólusett og hún greinilega veiktist fyrst á meðan þau voru hér. Það var tekið líka sýni frá honum og þá greinist hann líka með veiruna,“ útskýrir Þórólfur. „Þau hafa greinilega smitast á leiðinni og veikjast og hann greinilega smitast líka í leiðinni,“ bætir hann við. Þó sé erfitt að segja til um það nákvæmlega hvar viðkomandi hafi smitast. „Hann gæti hafa smitast hugsanlega á leiðinni með fjölskyldu sinni, maður veit ekki nákvæmlega hvar smit hefur átt sér stað,“ segir Þórólfur. Íslendingurinn sem var bólusettur smitaðist innanlands Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Aðeins er vitað um tvo einstaklinga sem hafa greinst með veiruna hér á landi þrátt fyrir að vera bólusettir. „Hitt tilfellið er Íslendingur sem hefur verið hér og fjölskyldan hans smitaðist greinilega í tengslum við hluta af þessu skólasmiti sem hefur verið í gangi og viðkomandi fékk líka væg einkenni og var sýni tekið og hann greindist þá. Þetta er ekki einstaklingur sem að hafði borið með sér smit hingað til lands og smitað aðra,“ segir Þórólfur. Pfizer gefur í Þá segir Þórólfur að nýlega hafi borist góðar fréttir frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer. „Við erum alltaf að fá upplýsingar um dreifingu á bóluefnum og við vorum að fá núna áætlun frá Pfizer út júní sem er mjög jákvætt. Þeir geta gefið verulega í og mér sýnist að frá Pfizer núna í maí og júní þá munum við fá 120 þúsund skammta samkvæmt þeirra áætlun,“ segir Þórólfur. „Við erum ekki búin að fá uppfærða áætlun fyrir maí og júní frá AstraZenica, Janssen eða Moderna. Þannig ef við tökum saman heildarfjöldann eins og staðan lítur út, þetta getur auðvitað átt eftir að breytast þetta hefur oft verið að hringla dálítið fram og til baka, en þá sýnist mér að við gætum verið með bóluefni fyrir fulla bólusetningu fyrir um 135 þúsund manns í lok júní,“ segir Þórólfur. Þá eru ótaldir þeir skammtar sem eigi eftir að koma frá Janssen, AstraZeneca og Moderna. „Þannig að þetta átt eftir að verða töluvert hærra,“ segir Þórólfur. „Ég held að með þessu þá virðist þetta vera að ganga eftir eins og bóluefnaframleiðendur voru búnir að lofa, að þeir væru að gefa í og væru að auka sína framleiðslugetu og það virðist vera að ganga eftir. Þannig ég helda að við séum klárlega að horfa upp á meira aðstreymi af bóluefnum.“ Á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi Ísland fengið um 80 þúsund skammta. „Mér sýnist að með þessu að þá erum við alla veganna að fá 180 þúsund skammta fyrir annan ársfjórðung og inni í því vantar tölur frá AstraZeneca, Janssen og Moderna. Þannig að ég held að þetta horfi bara mjög vel út um hraðari bólusetningu heldur en að menn kannski þorðu að vona,“ segir Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira