Páskaskrautið: Stærstu mistökin að ofhlaða Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. apríl 2021 15:00 Innanhússráðgjafinn og útstillingarhönnuðurinn Elva Ágústsdóttir gefur lesendum Vísis góð ráð varðandi páskaskreytingar. „Ég er almennt frekar íhaldssöm þegar kemur að skreytingum fyrir hátíðardaga eins og páska og jól og fer alls ekki fram úr mér þegar kemur að skrauti,“ segir Elva Ágústsdóttir innanhússráðgjafi og útstillingahönnuður. Elva býr ásamt strákunum sínum þremur í Kópavogi og sjálf segist hún ekki skreyta mikið heima fyrir. Elva segist leggja áherslu á það að skreyta matarborðið þegar kemur að því að skreyta fyrir páskana. Sostrene Grene „Ég legg samt sem áður mikla áherslu á matarborðið og held fast í þá hefð að útbúa girnilegan bröns á páskadag þar sem ég elska að nostra við útkomu borðsins. Það gleður einstaklega mikið að heyra viðbrögðin hjá þeim sem setjast til borðs og ég trúi því að við njótum matarins og samverunnar örlítið betur þegar borðið er fallega skreytt. Á páskunum vel ég ljósan pastellitaðan hördúk, kerti og umfram allt eru lifandi blóm á borðinu sem binda þetta allt saman.“ Hvernig skreytir þú hjá þér fyrir þessa páska? „Ég vel að setja nokkrar greinar í vasa sem springa út en einnig fersk blóm sem gefa góðan angan og fylla heimilið af vori sem er rétt handan við hornið. Ég keypti til að mynda fölbleikar Oriental liljur og Valmúa þetta árið, ásamt öðrum litlum vöndum sem enda á matarborðinu og skreyta þannig borðhaldið alla páskahátíðina. Það er gaman að taka beygju frá hefðbundnum blómum enda er úrvalið glæsilegt í betri blómabúðum bæjarins.“ Snúningskerti í allskonar litum eru mjög vinsæl þessa dagana. Signebay Heldur þú að það geti verið að fólk mikli það fyrir sér að skreyta? “Já og nei – ég held að það séu margir sem sleppa því alfarið að punta hjá sér fyrir páskana á meðan aðrir fara alla leið. Fólk er meira afslappað á þessum tíma í samanburði við jólin, þannig á það að vera – ekkert stress, bara eintóm notalegheit, málshættir og samvera.“ Hver finnst þér persónulega vera helstu mistökin hjá fólki þegar það skreytir? „Að ofhlaða. Sumir eru gjarnir á að ofhlaða allskyns skrauti og dreifa þá skrautinu um allt hús í stað þess að grúppa það betur saman. Það getur verið fallegt að nota bakka og raða á hann skrauti og jafnvel kertum þar sem uppstillingin myndar ákveðna stemningu og má þá flytja á milli staða eftir þörfum.“ Getur þú gefið nokkrar hugmyndir varðandi páskaskreytingar? „Það má leika sér á ótal vegu til dæmis með tauservíettur – búa til lítil eyru eða binda þær upp með ólíkum hnútum og leggja jafnvel blóm þar á. Setja blóm í nokkra misháa vasa til að hafa á borði ásamt litlum skálum með sætum syndum til að narta í. Klassískt er að mála á egg og hengja upp á greinar, en það má líka fara í skógarbað með fjölskyldunni og ná sér í leiðinni í nokkrar stærri greinar til að hengja upp yfir matarborðið eða út í glugga – það kemur mjög skemmtilega út.“ Pastellitir, fersk blóm og egg setja fallegan svip á páskaveisluborðið. Stonegableblog.com Er eitthvað sérstakt sem er í tísku núna þegar kemur að páskaskreytingum? „Greinar, blóm og lítil egg í öllum stærðum og gerðum – allt frá hangandi á grein yfir í lítil súkkulaðiegg sem prýða eftirréttinn. Eins eru pastellituð snúningskerti vinsæl þessi dægrin og má finna í fjölda verslana. Og ekki má gleyma marengsbombum! Marengs telst kannski ekki sem „tískuvara“, en er engu að síður vinsæll á páskum því hann má skreyta á marga ólíka vegu sem og baka í minni útgáfum og þá hugsuð sem lítil hreiður.“ Færðu þér sjálf páskaegg? „Einfalda svarið er „já“ – en flókna svarið er að ég fæ gríðarlegan valkvíða á hverju ári með val á eggi. Ég væri helst til í miniature af öllum eggjum til að geta smakkað þau sem flest. Annars er ég búin að háma í mig ógrynni af páskalakkrísinum frá Johan Bülow, sem kallast Banana Twist en ég verð óstöðvandi þegar lakkrísinn lendir fyrir framan mig.“ Það er gaman að leika sér með formið á tauservíettum þegar skreyta á matarborðið. Unalife.de Margengs og lítil páskaegg eru skemmtileg skreyting sem gestirnir geta svo lagt sér til munns. Sayyes.com Blómið Valbúi. Signebay Páskar Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Elva býr ásamt strákunum sínum þremur í Kópavogi og sjálf segist hún ekki skreyta mikið heima fyrir. Elva segist leggja áherslu á það að skreyta matarborðið þegar kemur að því að skreyta fyrir páskana. Sostrene Grene „Ég legg samt sem áður mikla áherslu á matarborðið og held fast í þá hefð að útbúa girnilegan bröns á páskadag þar sem ég elska að nostra við útkomu borðsins. Það gleður einstaklega mikið að heyra viðbrögðin hjá þeim sem setjast til borðs og ég trúi því að við njótum matarins og samverunnar örlítið betur þegar borðið er fallega skreytt. Á páskunum vel ég ljósan pastellitaðan hördúk, kerti og umfram allt eru lifandi blóm á borðinu sem binda þetta allt saman.“ Hvernig skreytir þú hjá þér fyrir þessa páska? „Ég vel að setja nokkrar greinar í vasa sem springa út en einnig fersk blóm sem gefa góðan angan og fylla heimilið af vori sem er rétt handan við hornið. Ég keypti til að mynda fölbleikar Oriental liljur og Valmúa þetta árið, ásamt öðrum litlum vöndum sem enda á matarborðinu og skreyta þannig borðhaldið alla páskahátíðina. Það er gaman að taka beygju frá hefðbundnum blómum enda er úrvalið glæsilegt í betri blómabúðum bæjarins.“ Snúningskerti í allskonar litum eru mjög vinsæl þessa dagana. Signebay Heldur þú að það geti verið að fólk mikli það fyrir sér að skreyta? “Já og nei – ég held að það séu margir sem sleppa því alfarið að punta hjá sér fyrir páskana á meðan aðrir fara alla leið. Fólk er meira afslappað á þessum tíma í samanburði við jólin, þannig á það að vera – ekkert stress, bara eintóm notalegheit, málshættir og samvera.“ Hver finnst þér persónulega vera helstu mistökin hjá fólki þegar það skreytir? „Að ofhlaða. Sumir eru gjarnir á að ofhlaða allskyns skrauti og dreifa þá skrautinu um allt hús í stað þess að grúppa það betur saman. Það getur verið fallegt að nota bakka og raða á hann skrauti og jafnvel kertum þar sem uppstillingin myndar ákveðna stemningu og má þá flytja á milli staða eftir þörfum.“ Getur þú gefið nokkrar hugmyndir varðandi páskaskreytingar? „Það má leika sér á ótal vegu til dæmis með tauservíettur – búa til lítil eyru eða binda þær upp með ólíkum hnútum og leggja jafnvel blóm þar á. Setja blóm í nokkra misháa vasa til að hafa á borði ásamt litlum skálum með sætum syndum til að narta í. Klassískt er að mála á egg og hengja upp á greinar, en það má líka fara í skógarbað með fjölskyldunni og ná sér í leiðinni í nokkrar stærri greinar til að hengja upp yfir matarborðið eða út í glugga – það kemur mjög skemmtilega út.“ Pastellitir, fersk blóm og egg setja fallegan svip á páskaveisluborðið. Stonegableblog.com Er eitthvað sérstakt sem er í tísku núna þegar kemur að páskaskreytingum? „Greinar, blóm og lítil egg í öllum stærðum og gerðum – allt frá hangandi á grein yfir í lítil súkkulaðiegg sem prýða eftirréttinn. Eins eru pastellituð snúningskerti vinsæl þessi dægrin og má finna í fjölda verslana. Og ekki má gleyma marengsbombum! Marengs telst kannski ekki sem „tískuvara“, en er engu að síður vinsæll á páskum því hann má skreyta á marga ólíka vegu sem og baka í minni útgáfum og þá hugsuð sem lítil hreiður.“ Færðu þér sjálf páskaegg? „Einfalda svarið er „já“ – en flókna svarið er að ég fæ gríðarlegan valkvíða á hverju ári með val á eggi. Ég væri helst til í miniature af öllum eggjum til að geta smakkað þau sem flest. Annars er ég búin að háma í mig ógrynni af páskalakkrísinum frá Johan Bülow, sem kallast Banana Twist en ég verð óstöðvandi þegar lakkrísinn lendir fyrir framan mig.“ Það er gaman að leika sér með formið á tauservíettum þegar skreyta á matarborðið. Unalife.de Margengs og lítil páskaegg eru skemmtileg skreyting sem gestirnir geta svo lagt sér til munns. Sayyes.com Blómið Valbúi. Signebay
Páskar Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira