Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 13:23 Von er á allt að 300 manns á sóttkvíarhótelið í dag en samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið milli fyrri og seinni sýnatöku. VISIR/VILHELM Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48