Fyrrum þjálfari Dana: Hjulmand á að fá heiðurinn Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 15:00 Hjulmand fagnar eftir 4-0 sigurinn á Austurríki. Christian Hofer/Getty Images Åge Hareide, fyrrum þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segir að Kasper Hjulmand, núverandi þjálfari liðsins, eigi að fá allan heiðurinn á gengi liðsins um þessar mundir. Hinn norski Hareide þjálfaði danska liðið frá 2016 til 2020 og átti að stýra liðinu á EM 2020 en eftir því var frestað um eitt ár, þá var ákveðið að hann myndi hætta og Kasper Hjulmand tók við liðinu. Danska liðið fór á kostum í marsglugganum. Liðið vann alla þrjá leiki sína með markatölunni 14-0 og það gleður hinn norska, sem nú stýrir Rosenborg. „Þetta er dálítið gaman fyrir mig því þetta er nánast sömu leikmenn og ég notaði. Þetta gerir það enn áhugaverðara fyrir mig að fylgjast með,“ sagði Hareide í samtali við VG og hélt áfram. „Hjulmand hefur bætt liðið og fengið leikmenn eins og Andreas Skov Olsen inn. Þeir eru beittari fram á við og hvernig þeir pressa virkar mjög vel. Það er afleiðing af því að þeir hafa spilað marga leiki saman.“ „Þegar ég byrjaði þá var aðeins skipt út frá Moten Olsen. Ég hélt svipuðum kjarna í fjögur ár og ég held að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir landsliðið.“ Hareide segir að hann taki engan heiður af gengi liðsins, þrátt fyrir að byggt upp þetta lið sem Hjulmand hefur svo gengið á lagið með. „Hjulmand verður að fá mikið hrós fyrir það sem hann hefur gert með liðið. Ég setti saman lið og Hjulmand hefur svo haldið áfram að byggja á því. Það er hann sem á að fá heiðurinn,“ sagði Hareide sem sagði að danska liðið ætti að stefna hátt á EM í sumar. „Ég sagði að við vildum ná í undanúrslit. Við sáum að þetta gæti orðið gott mót. Þeir ættu að stefna á það og svo getur allt gerst.“ Under Morten Olsen var det til sidst ikke sjovt at se landsholdet, og vi vandt ikke.Under Åge Hareide var det ikke sjovt at se landsholdet, men vi vandt.Under Kasper Hjulmand er det sjovt at se landsholdet, og vi vinder.— Jonas Schwartz (@JonasSchwartz75) March 31, 2021 Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Hinn norski Hareide þjálfaði danska liðið frá 2016 til 2020 og átti að stýra liðinu á EM 2020 en eftir því var frestað um eitt ár, þá var ákveðið að hann myndi hætta og Kasper Hjulmand tók við liðinu. Danska liðið fór á kostum í marsglugganum. Liðið vann alla þrjá leiki sína með markatölunni 14-0 og það gleður hinn norska, sem nú stýrir Rosenborg. „Þetta er dálítið gaman fyrir mig því þetta er nánast sömu leikmenn og ég notaði. Þetta gerir það enn áhugaverðara fyrir mig að fylgjast með,“ sagði Hareide í samtali við VG og hélt áfram. „Hjulmand hefur bætt liðið og fengið leikmenn eins og Andreas Skov Olsen inn. Þeir eru beittari fram á við og hvernig þeir pressa virkar mjög vel. Það er afleiðing af því að þeir hafa spilað marga leiki saman.“ „Þegar ég byrjaði þá var aðeins skipt út frá Moten Olsen. Ég hélt svipuðum kjarna í fjögur ár og ég held að það hafi verið mjög mikilvægt fyrir landsliðið.“ Hareide segir að hann taki engan heiður af gengi liðsins, þrátt fyrir að byggt upp þetta lið sem Hjulmand hefur svo gengið á lagið með. „Hjulmand verður að fá mikið hrós fyrir það sem hann hefur gert með liðið. Ég setti saman lið og Hjulmand hefur svo haldið áfram að byggja á því. Það er hann sem á að fá heiðurinn,“ sagði Hareide sem sagði að danska liðið ætti að stefna hátt á EM í sumar. „Ég sagði að við vildum ná í undanúrslit. Við sáum að þetta gæti orðið gott mót. Þeir ættu að stefna á það og svo getur allt gerst.“ Under Morten Olsen var det til sidst ikke sjovt at se landsholdet, og vi vandt ikke.Under Åge Hareide var det ikke sjovt at se landsholdet, men vi vandt.Under Kasper Hjulmand er det sjovt at se landsholdet, og vi vinder.— Jonas Schwartz (@JonasSchwartz75) March 31, 2021
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira