Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2021 14:10 Rósý Sigþórsdóttir verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar býst við allt að 200 manns í mat á páskadag. Því miður sé ekki til nóg af páskaeggjum. Vísir Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag. Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í 47 ár og reka fjölmörg úrræði þar á meðal kaffistofuna í Borgartúni 1. Þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu, alla daga ársins fyrir utangarðsfólk og aðra þá sem um sárt eiga að binda. Rósý Sigþórsdóttir er verkefnastýra þar. „Við erum að fá 150 til 200 manns á hverjum degi og það hefur verið að aukast. Atvinnulausir eru meira að koma og svo virðist fátækt vera að aukast. Það er líka meiri þungi yfir fólki sem kemur í fyrsta sinn, mörgum reynast fyrstu skrefin að því að þiggja hjálp erfið,“ segir Rósý. Hún segir að boðið verði uppá máltíðir um páskanna og á páskadag verði lambaveisla sem góðir bakhjarlar Samhjálpar bjóði uppá. Við erum með opin núna um páskanna frá 11 til 13 og morgun laugardag frá 11 til 14. Þá verður veisla hjá okkur á páskadag en því miður eigum við ekki nóg af páskaeggjum fyrir alla. Við höfum tekið það ráð þegar við höfum fengið egg að brjóta það svo sem flestir fái smá mola,“ segir Rósý. Aðspurð um hvor fólk geti komið með páskaegg handa skjólstæðingum Samhjálpar segir Rósý. „Já að sjálfsögðu við erum með opið í Borgartúni eitt í kringum hátíðina nú um páskanna.“ Hún segir að hertar samkomutakmarkanir valdi því að fólk sé hleypt inn í hollum og geti ekki verið eins lengi að snæðingi og áður en en allir sýni því skilning. Félagsmál Páskar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Samhjálp félagasamtök hafa starfað að góðgerðarmálum og hjálparstarfi í 47 ár og reka fjölmörg úrræði þar á meðal kaffistofuna í Borgartúni 1. Þar er boðið upp á morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu, alla daga ársins fyrir utangarðsfólk og aðra þá sem um sárt eiga að binda. Rósý Sigþórsdóttir er verkefnastýra þar. „Við erum að fá 150 til 200 manns á hverjum degi og það hefur verið að aukast. Atvinnulausir eru meira að koma og svo virðist fátækt vera að aukast. Það er líka meiri þungi yfir fólki sem kemur í fyrsta sinn, mörgum reynast fyrstu skrefin að því að þiggja hjálp erfið,“ segir Rósý. Hún segir að boðið verði uppá máltíðir um páskanna og á páskadag verði lambaveisla sem góðir bakhjarlar Samhjálpar bjóði uppá. Við erum með opin núna um páskanna frá 11 til 13 og morgun laugardag frá 11 til 14. Þá verður veisla hjá okkur á páskadag en því miður eigum við ekki nóg af páskaeggjum fyrir alla. Við höfum tekið það ráð þegar við höfum fengið egg að brjóta það svo sem flestir fái smá mola,“ segir Rósý. Aðspurð um hvor fólk geti komið með páskaegg handa skjólstæðingum Samhjálpar segir Rósý. „Já að sjálfsögðu við erum með opið í Borgartúni eitt í kringum hátíðina nú um páskanna.“ Hún segir að hertar samkomutakmarkanir valdi því að fólk sé hleypt inn í hollum og geti ekki verið eins lengi að snæðingi og áður en en allir sýni því skilning.
Félagsmál Páskar Reykjavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira