Bóluefni virðast örugg og veita bæði móður og barni vörn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 13:19 Óléttar konur eru í aukinni áhættu þegar kemur að Covid-19. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að það sé bæði öruggt og áhrifaríkt að bólusetja þungaðar konur. Þá benda þær til þess að bólusetning veiti barninu einnig vörn gegn Covid-19. Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira