Bóluefni virðast örugg og veita bæði móður og barni vörn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. apríl 2021 13:19 Óléttar konur eru í aukinni áhættu þegar kemur að Covid-19. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að það sé bæði öruggt og áhrifaríkt að bólusetja þungaðar konur. Þá benda þær til þess að bólusetning veiti barninu einnig vörn gegn Covid-19. Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Fleiri en 82 þúsund óléttar konur hafa greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum og 90 hafa látist af völdum sjúkdómsins. Lyfjafyrirtækin vinna nú að eigin rannsóknum, þeirra á meðal Pfizer, þar sem 4 þúsund þungaðar konur verða bólusettar. Niðurstöðurnar hér að ofan birtust nýlega í The American Journal of Obstetrics and Gynecology. Þátttakendur voru 131 og höfðu allir verið bólusettir með bóluefnum frá annað hvort Pfizer eða Moderna. Konurnar voru á aldrinum 18 til 45 ára en 84 voru óléttar þegar þær voru bólusettar, 31 með barn á brjósti og 16 ekki þungaðar. Blóðprufur voru teknar eftir fyrri skammt, eftir seinni skammt og sex vikum eftir seinni skammt. Þegar niðurstöðurnar voru bornar saman við ónæmi meðal kvenna sem höfðu greinst með Covid-19 á meðgöngu, kom í ljós að ónæmisviðbragðið af völdum bóluefnanna var öflugra. Það gefur til kynna að jafnvel þótt einstaklingur hafi fengið Covid-19 veiti bólusetning meiri vörn. Aukaverkanir voru almennt vægar, meðal annars sársauki á stungustað, vöðvaverkir og hiti. Það sem kom hins vegar ef til vill mest á óvart var að ónæmisfrumur fundust í blóðinu úr naflastrengnum og í brjóstamjólkinni. Þetta bendir til þess að fóstrið eða barnið öðlist einnig einhverja vernd þegar konan er bólusett. Þótt dauðsföll og alvarleg veikindi af völdum Covid-19 séu fremur fátíð eru óléttar konur í aukinni áhættu. Sérfræðingar segja að frekari rannsókna sé þörf en niðurstöðurnar séu engu að síður jákvæðar, þar sem engar alvarlegar aukaverkanir hafa komið upp og fram til þessa bendi allt til þess að bólusetningar gætu bætt líkur þungaðra kvenna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira