„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 01:06 Fjölmargir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar undanfarnar vikur. Nýjasta sprungan er um 420 metra norðaustur af upphaflega gígnum sem sjá má á myndinni. Á þeim stað hafa margir virt gosið fyrir sér. Þar er nú sprunga. Vísir/Vilhelm Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. „Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
„Við vorum á leiðinni í eftirlitsferð upp eftir og þá kom ábending um að það hefði opnast sprunga á milli gíganna,“ segir Kári Rafn í samtali við fréttastofu. Hann segir kollega sína í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík meta það þannig að þessi sprunga hegði sér með svipuðum hætti og fyrri tveir jarðeldarnir. Sprungan sé um hundrað metra löng. Sérfræðingar höfðu talið mestar líkur á að næst myndi gjósa á þessum stað enda hafði orðið vart við sprungumyndunm. „Það var búið að stika þessa sprungu út fyrir tveimur dögum því hún var farin að myndast á milli gíganna,“ segir Kári og vísar til upphaflega gossins í Geldingadölum og svo í Meradölum í gær. Kári tók myndband af nýju sprungunni sem sýnir staðsetningu hennar miðað við jarðeldana tvo sem fyrir voru. „Það gaus bara nákvæmlega í henni. Stikurnar voru í sömu línu og sprungan. Það var búið að kortleggja að þetta myndi gerast,“ segir Kári. Þúsundir hafa lagt leið sína að gosstöðvunum undanfarnar vikur og margir vafalítið horft á gosið í Geldingadölum frá þessum stað. „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan!“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tilkynnti í dag að gosstöðvarnar yrðu opnaðar klukkan sex í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort þau plön standi nú eftir að nýja sprungan myndaðist. Lokað var fyrir umferð fólks á svæðið í dag eftir að ný sprunga myndaðist á annan í páskum. Marco Di Marco náði þessu myndbandi af nýju sprungunni um það leyti sem hún opnaðist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira