Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 12:04 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
Kristín Jónsdóttir eldfjalla og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir það ekki endilega hafa komið á óvart að gos hafi byrjað í þriðju sprungunni rétt um miðnætti síðast liðna nótt. Kristín Jónsdóttir segir gossprungurnar raða sér snyrtilega upp í beina línu.Vísir/Vilhelm „Það má í rauninni segja að það hafi byrjað nýr kafli í þessari goshrinu á annan í páskum. Þegar opnaðist þarna ný sprunga. Svo hefur hún má segja teygt sig, eða það kemur þarna ný spurnga nákvæmlega á milli gosstöðvanna í Geldingadölum og þessarar nýju aðeins norðar,“ segir Kristín. Gosið sé því greinilega enn að þróast. „Það eru sprungur þarna ennþá lengra til norausturs. Spurning hvort að það verði framhaldið að það gjósi líka upp úr þeim. Þetta er það sem við erum að fylgjast með.“ Það geti því alveg eins gerst að gos hefjist á fleiri stöðum. Þær þær gossprungur sem nú gjósi upp úr raði sér nokkuð snyrtilega upp. „Það er hreinlega hægt að teikna upp beina línu í gegnum þessar gosstöðvar. Þær liggja yfir þessum gangi, þessum kvikugangi, sem myndaðist í lok febrúar og fram í mars. Við vitum frá aðlögunarmælingum að kvikugangurinn er grunnur á þessum slóðum næst gosstöðvunum en virðist vera dýpri annars staðar,“ segir Kristín. Kristín Jónsdóttir segir alveg eins líklegt að fleiri gosspurngur en þær þrjár sem nú gjósa eigi eftir að opnast.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir allt sé gosið þó staðbundið á innan við kílómetra frá gosstöðvunum þótt gangurinn sé miklu lengri og nái frá Nátthaga langleiðina að Keili. Meðan virkni gossins haldist þarna breyti hún ekki miklu varðandi þær sviðsmyndir sem unnið væri með. „En auðvitað ef virknin færist eitthvað mikið norðureftir færi hraun að flæða norður fyrir Fagradalsfjall. Það getur í rauninni flætt ansi lengi þar án þess að það hafi nokkur áhrif. Þannig að við þurfum bara að vera róleg og bíða og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Kristín. Almenningur hefur sýnt gosinu mikinn áhuga en það viðrar sennilega ekki vel til gosskoðana í dag. „Aðstæður eru nefninlega ekki góðar. Það er mjög lélegt skyggni á svæðinu. Það sést bara best með því að skoða vefmyndavélar. Það er bara ekki gott veður í dag,“ segir Kristín Jónsdóttir. Það gæti þó ræst úr veðrinu eftir því sem líði á daginn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19 Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19 Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Árið í ár það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Sjá meira
„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. 7. apríl 2021 11:19
Hraunrennslið að komast í fyrra horf Dregið hefur úr hraunflæði úr eldgosinu á Reykjanesi og er það nú svipað og dagana áður en ný gossprunga opnaðist í gær. Hraunrennslið er sagt lítið í samanburði við flest önnur gos en ákaflega stöðugt. 6. apríl 2021 22:19
Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. 6. apríl 2021 20:00