300 milljóna gjaldþrot Orange Project Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 17:14 Orange Project var fyrst til húsa að Ármúla 4 og 6, þar sem kaffihús var líka rekið. Þar voru höfuðstöðvar fyrirtækisins sem var með sex starfsmenn þegar kórónuveirufaraldurinn hófst. Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Tómas Hilmar Ragnarz, stofnandi og eigandi félagsins, tjáði Viðskiptablaðinu í desember að tap í dómsmáli gegn Reginn, leigusala fyrirtækisins, hefði gert útslagið. „Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar við Viðskiptablaðið í desember. Reginn hefði neitað að semja um lækkun í verði í ljósi kórónuveirufaraldursins eða koma á annan hátt til móts við Orange Project. Aðrir leigusalar hafi sýnt aðstæðum meiri skilning. Tómas tjáði Fréttablaðinu síðasta sumar að Reginn hefði einhliða sagt upp leigusamningi og sett sig beint í samband við viðskiptavini Orange Project og boðið sambærileg kjör. Að lokum hafi deilurnar farið fyrir dóm þar sem málið hafi tapast. Orange Project hóf starfsemi í september 2014. Fyrst með sautján skrifstofurými og tvö fundarherbergi. Tveimur árum síðar voru rýmin orðin 110 og fundarbergin fimm sinnum fleiri. Að neðan má sjá kynningu á fyrirtækinu frá árinu 2016. Árið 2017 gerði fyrirtækið samning við alþjóðlega fyrirtækið Regis, stærsta skrifstofuhótel í heiminum. Þannig hefði fyrirtækið verið komið á heimskortið og getað leigt skrifstofur um allan heim. Í framhaldinu var fyrirtækinu breytt hér á landi og kennt við Regus til jafns við Orange Project. „Það má líkja þessu við það að reka Gistiheimilið á Baldursgötu en setja síðan Hilton skiltið á húsið. Það breytast allar forsendur fyrir rekstrinum. Nú verða allt í einu 3.500 manns að selja okkar vöru,“ sagði Tómas við Viðskiptablaðið fyrir tæpum fjórum árum. Reksturinn reyndist hins vegar afar erfiður í heimsfaraldrinum og varð fyrirtækið gjaldþrota í desember. Regus starfar þó áfram og er með skrifstofukjarna á þriðju hæð í Höfðatorgi. Tómas stýrir fyrirtækinu. Gjaldþrot Reykjavík Kópavogur Akureyri Tengdar fréttir Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Tómas Hilmar Ragnarz, stofnandi og eigandi félagsins, tjáði Viðskiptablaðinu í desember að tap í dómsmáli gegn Reginn, leigusala fyrirtækisins, hefði gert útslagið. „Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar við Viðskiptablaðið í desember. Reginn hefði neitað að semja um lækkun í verði í ljósi kórónuveirufaraldursins eða koma á annan hátt til móts við Orange Project. Aðrir leigusalar hafi sýnt aðstæðum meiri skilning. Tómas tjáði Fréttablaðinu síðasta sumar að Reginn hefði einhliða sagt upp leigusamningi og sett sig beint í samband við viðskiptavini Orange Project og boðið sambærileg kjör. Að lokum hafi deilurnar farið fyrir dóm þar sem málið hafi tapast. Orange Project hóf starfsemi í september 2014. Fyrst með sautján skrifstofurými og tvö fundarherbergi. Tveimur árum síðar voru rýmin orðin 110 og fundarbergin fimm sinnum fleiri. Að neðan má sjá kynningu á fyrirtækinu frá árinu 2016. Árið 2017 gerði fyrirtækið samning við alþjóðlega fyrirtækið Regis, stærsta skrifstofuhótel í heiminum. Þannig hefði fyrirtækið verið komið á heimskortið og getað leigt skrifstofur um allan heim. Í framhaldinu var fyrirtækinu breytt hér á landi og kennt við Regus til jafns við Orange Project. „Það má líkja þessu við það að reka Gistiheimilið á Baldursgötu en setja síðan Hilton skiltið á húsið. Það breytast allar forsendur fyrir rekstrinum. Nú verða allt í einu 3.500 manns að selja okkar vöru,“ sagði Tómas við Viðskiptablaðið fyrir tæpum fjórum árum. Reksturinn reyndist hins vegar afar erfiður í heimsfaraldrinum og varð fyrirtækið gjaldþrota í desember. Regus starfar þó áfram og er með skrifstofukjarna á þriðju hæð í Höfðatorgi. Tómas stýrir fyrirtækinu.
Gjaldþrot Reykjavík Kópavogur Akureyri Tengdar fréttir Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03