300 milljóna gjaldþrot Orange Project Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2021 17:14 Orange Project var fyrst til húsa að Ármúla 4 og 6, þar sem kaffihús var líka rekið. Þar voru höfuðstöðvar fyrirtækisins sem var með sex starfsmenn þegar kórónuveirufaraldurinn hófst. Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Tómas Hilmar Ragnarz, stofnandi og eigandi félagsins, tjáði Viðskiptablaðinu í desember að tap í dómsmáli gegn Reginn, leigusala fyrirtækisins, hefði gert útslagið. „Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar við Viðskiptablaðið í desember. Reginn hefði neitað að semja um lækkun í verði í ljósi kórónuveirufaraldursins eða koma á annan hátt til móts við Orange Project. Aðrir leigusalar hafi sýnt aðstæðum meiri skilning. Tómas tjáði Fréttablaðinu síðasta sumar að Reginn hefði einhliða sagt upp leigusamningi og sett sig beint í samband við viðskiptavini Orange Project og boðið sambærileg kjör. Að lokum hafi deilurnar farið fyrir dóm þar sem málið hafi tapast. Orange Project hóf starfsemi í september 2014. Fyrst með sautján skrifstofurými og tvö fundarherbergi. Tveimur árum síðar voru rýmin orðin 110 og fundarbergin fimm sinnum fleiri. Að neðan má sjá kynningu á fyrirtækinu frá árinu 2016. Árið 2017 gerði fyrirtækið samning við alþjóðlega fyrirtækið Regis, stærsta skrifstofuhótel í heiminum. Þannig hefði fyrirtækið verið komið á heimskortið og getað leigt skrifstofur um allan heim. Í framhaldinu var fyrirtækinu breytt hér á landi og kennt við Regus til jafns við Orange Project. „Það má líkja þessu við það að reka Gistiheimilið á Baldursgötu en setja síðan Hilton skiltið á húsið. Það breytast allar forsendur fyrir rekstrinum. Nú verða allt í einu 3.500 manns að selja okkar vöru,“ sagði Tómas við Viðskiptablaðið fyrir tæpum fjórum árum. Reksturinn reyndist hins vegar afar erfiður í heimsfaraldrinum og varð fyrirtækið gjaldþrota í desember. Regus starfar þó áfram og er með skrifstofukjarna á þriðju hæð í Höfðatorgi. Tómas stýrir fyrirtækinu. Gjaldþrot Reykjavík Kópavogur Akureyri Tengdar fréttir Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Tómas Hilmar Ragnarz, stofnandi og eigandi félagsins, tjáði Viðskiptablaðinu í desember að tap í dómsmáli gegn Reginn, leigusala fyrirtækisins, hefði gert útslagið. „Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ sagði Tómas Hilmar við Viðskiptablaðið í desember. Reginn hefði neitað að semja um lækkun í verði í ljósi kórónuveirufaraldursins eða koma á annan hátt til móts við Orange Project. Aðrir leigusalar hafi sýnt aðstæðum meiri skilning. Tómas tjáði Fréttablaðinu síðasta sumar að Reginn hefði einhliða sagt upp leigusamningi og sett sig beint í samband við viðskiptavini Orange Project og boðið sambærileg kjör. Að lokum hafi deilurnar farið fyrir dóm þar sem málið hafi tapast. Orange Project hóf starfsemi í september 2014. Fyrst með sautján skrifstofurými og tvö fundarherbergi. Tveimur árum síðar voru rýmin orðin 110 og fundarbergin fimm sinnum fleiri. Að neðan má sjá kynningu á fyrirtækinu frá árinu 2016. Árið 2017 gerði fyrirtækið samning við alþjóðlega fyrirtækið Regis, stærsta skrifstofuhótel í heiminum. Þannig hefði fyrirtækið verið komið á heimskortið og getað leigt skrifstofur um allan heim. Í framhaldinu var fyrirtækinu breytt hér á landi og kennt við Regus til jafns við Orange Project. „Það má líkja þessu við það að reka Gistiheimilið á Baldursgötu en setja síðan Hilton skiltið á húsið. Það breytast allar forsendur fyrir rekstrinum. Nú verða allt í einu 3.500 manns að selja okkar vöru,“ sagði Tómas við Viðskiptablaðið fyrir tæpum fjórum árum. Reksturinn reyndist hins vegar afar erfiður í heimsfaraldrinum og varð fyrirtækið gjaldþrota í desember. Regus starfar þó áfram og er með skrifstofukjarna á þriðju hæð í Höfðatorgi. Tómas stýrir fyrirtækinu.
Gjaldþrot Reykjavík Kópavogur Akureyri Tengdar fréttir Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Parlogis og Orange Project hefja samstarf Samstarfið gerir fyrirtækjunum kleift að bjóða smærri heildsölum og sölufyrirtækjum fyrsta flokks þjónustu hvað varðar húsnæðislausnir, vörustjórnun og dreifingu. 24. október 2016 13:03