Hvatt til stillingar eftir fjórðu nótt óeirða á Norður-Írlandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2021 08:14 „Friðarveggur“ á milli hverfa sambandssinna og þjóðernissinna við Lanark-veg í vesturhluta Belfast. Andstæðar fylkingar köstuðu hlutum yfir vegginn í nótt. AP/Peter Morrison Óeirðarseggir kveiktu í rútu sem þeir stálu og köstuðu bensínsprengjum að lögreglumönnum í Belfast í nótt. Þetta var fjórða nóttin í röð sem til óeirða kemur í borginni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi óeirðirnar og hvatti til stillingar. Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi. Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Pólitískur órói hefur aukist á Norður-Írlandi eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sérstakar viðskiptareglur tóku gildi fyrir breska yfirráðasvæðið. Til að komast hjá því að þurfa að koma upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Norður-Írlands og Írlands, sem tilheyrir enn ESB, sæta ákveðnir vöruflutningar á milli Norður-Írlands og Bretlands slíku eftirliti. Með þessu telja sambandssinnar að landamærum hafi verið komið upp á milli Norður-Írlands og Bretlands á Írlandshafi. Óeirðir síðustu daga, sem hófust um páskana, hafa fyrst og fremst átt sér stað í hverfum sambandssinna sem eru hlynntir Brexit, að sögn AP-fréttastofunnar. Ungmenni köstuðu lausamunum og bensínsprengjum að lögreglumönnum við Shankill-veg þar sem mótmælendur búa. Þá köstuðu óeirðarseggir hlutum í báðar áttir yfir svonefndan „friðarvegg“ sem skilur að hverfi mótmælenda við Shankill-veg og írskra þjóðernissinna. Heimastjórnin í Belfast ætlar að halda neyðarfund vegna óeirðanna í dag en spenna á milli stjórnmálaflokka sambandssinna og þjóðernissinna hefur einnig farið vaxandi upp á síðkastið. Arlene Foster, oddviti heimastjórnarinnar úr Lýðræðislega sambandssinnaflokknum, og Michael O‘Neill, leiðtogi þjóðernisflokksins Sinn Fein, fordæmdu þó bæði óeirðirnar og árásir á lögreglumenn. Vildu ákæra þjóðernissinna sem fylgdu IRA-leiðtoga til grafar Uppþotin hófust á svæðum sambandssinna í Belfast og Londonderry um páskana. Þar var kveikt í bílum og hlutum kastað í lögreglu. Sambandssinnar eru einnig sagðir gramir yfir því að lögregla hafi kosið að ákæra ekki félaga í Sinn Fein flokknum sem voru viðstaddir útför fyrrverandi leiðtoga í Írska lýðveldishernum (IRA) síðasta sumar. Flokkar sambandssinna hafa krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Fleiri en þrjú þúsund manns létu lífið í áratugalöngum átökum á milli írskra þjóðernissinna, breskra sambandssinna og breska hersins á Norður-Írlandi. Stillt var til friðar með samningnum sem hefur verið kenndur við föstudaginn langa árið 1998. Óttast margir að Brexit hafi raskað viðkvæmu jafnvægi í norður-írskum stjórnmálum og samfélagi.
Norður-Írland Bretland Brexit Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira