Býður sig aftur fram í formannsstólinn Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 14:43 Eyjólfur Árni Rafnsson á aðalfundi SA árið 2019. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Árni Rafnsson gefur áfram kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA) en hann tók við formannsstólnum árið 2017. Eyjólfur Árni hefur áratugareynslu af stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en frá árinu 2016 hefur hann sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnunarstörfum. Þá hefur hann setið í stjórn SA frá árinu 2014 og í framkvæmdastjórn SA frá 2016. Frá þessu er greint á vef samtakanna en Eyjólfur segir það nú vera stærstu áskorun yfirvalda og aðila vinnumarkaðar næstu misserin að draga úr atvinnuleysi. „Þessi risavöxnu verkefni verða stærstu viðfangsefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við eftir kosningar síðar á árinu. Nú er mikilvægt að allir vinni samstíga að því sameiginlega verkefni að skapa störf hjá fyrirtækjum í atvinnulífinu. Leiðin út úr kreppunni er ekki sú að fjölga opinberum störfum. Þvert á móti eru stöndug fyrirtæki forsenda þess að skapa verðmæt störf. Með því að auka súrefni til atvinnulífsins bætum við lífskjör fólks í landinu.” Eyjólfur segir að viðburðaríkt og sögulegt starfsár sé að baki hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi óumflýjanlega litast af heimsfaraldrinum. Meðal forgangsverkefna hafi verið að vinna tillögur upp í hendur stjórnvalda, gæta hagsmuna aðildarfyrirtækja og miðla upplýsingum til félagsmanna. Rafræn kosning formanns meðal aðildarfyrirtækja SA fyrir starfsárið 2021 til 2022 hefst þann 14. apríl næstkomandi. Tilkynnt verður um kjörið á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins þann 12. maí. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ingibjörg nýr forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni en Ingibjörg starfaði áður sem verkefnastjóri hjá SA. 28. janúar 2021 15:07 Beina því til fyrirtækja að fylgja túlkun Vinnumálastofnunar Samtök atvinnulífsins munu framvegis beina þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutabótaleiðina svokölluðu til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar. 16. apríl 2020 09:43 Steinunn og Úlfar til Samtaka iðnaðarins Steinunn Pálmadóttir og Úlfar Biering Valsson hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins og hafa nú þegar hafið störf hjá samtökunum. 8. september 2020 09:48 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Eyjólfur Árni hefur áratugareynslu af stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en frá árinu 2016 hefur hann sinnt ýmsum ráðgjafa- og stjórnunarstörfum. Þá hefur hann setið í stjórn SA frá árinu 2014 og í framkvæmdastjórn SA frá 2016. Frá þessu er greint á vef samtakanna en Eyjólfur segir það nú vera stærstu áskorun yfirvalda og aðila vinnumarkaðar næstu misserin að draga úr atvinnuleysi. „Þessi risavöxnu verkefni verða stærstu viðfangsefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við eftir kosningar síðar á árinu. Nú er mikilvægt að allir vinni samstíga að því sameiginlega verkefni að skapa störf hjá fyrirtækjum í atvinnulífinu. Leiðin út úr kreppunni er ekki sú að fjölga opinberum störfum. Þvert á móti eru stöndug fyrirtæki forsenda þess að skapa verðmæt störf. Með því að auka súrefni til atvinnulífsins bætum við lífskjör fólks í landinu.” Eyjólfur segir að viðburðaríkt og sögulegt starfsár sé að baki hjá Samtökum atvinnulífsins sem hafi óumflýjanlega litast af heimsfaraldrinum. Meðal forgangsverkefna hafi verið að vinna tillögur upp í hendur stjórnvalda, gæta hagsmuna aðildarfyrirtækja og miðla upplýsingum til félagsmanna. Rafræn kosning formanns meðal aðildarfyrirtækja SA fyrir starfsárið 2021 til 2022 hefst þann 14. apríl næstkomandi. Tilkynnt verður um kjörið á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins þann 12. maí.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ingibjörg nýr forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni en Ingibjörg starfaði áður sem verkefnastjóri hjá SA. 28. janúar 2021 15:07 Beina því til fyrirtækja að fylgja túlkun Vinnumálastofnunar Samtök atvinnulífsins munu framvegis beina þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutabótaleiðina svokölluðu til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar. 16. apríl 2020 09:43 Steinunn og Úlfar til Samtaka iðnaðarins Steinunn Pálmadóttir og Úlfar Biering Valsson hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins og hafa nú þegar hafið störf hjá samtökunum. 8. september 2020 09:48 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Ingibjörg nýr forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs Samtaka atvinnulífsins (SA). Hún tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni en Ingibjörg starfaði áður sem verkefnastjóri hjá SA. 28. janúar 2021 15:07
Beina því til fyrirtækja að fylgja túlkun Vinnumálastofnunar Samtök atvinnulífsins munu framvegis beina þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja að haga uppsögnum og samningum um hlutabótaleiðina svokölluðu til samræmis við túlkun Vinnumálastofnunar. 16. apríl 2020 09:43
Steinunn og Úlfar til Samtaka iðnaðarins Steinunn Pálmadóttir og Úlfar Biering Valsson hafa verið ráðin til Samtaka iðnaðarins og hafa nú þegar hafið störf hjá samtökunum. 8. september 2020 09:48