Þrennt ber að varast; nýja gíga, hraunbrúnir og gasmengun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. apríl 2021 11:40 Magnús Tumi við gosið í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Það er þrennt sem ber að varast á gosstöðvunum; nýja gíga, hrun og undanhlaup á við hraunbrúnir og gasmengun. Þetta kom fram á upplýsingafundi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli rétt í þessu. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur en hann greindi frá því að mögulegar hættur hefðu verið ræddar á fundi Vísindaráðs í gær. Sagði hann að í fyrsta lagi bæri að hafa í huga að undir svæðinu væri langur kvikugangur sem hefði komist nærst yfirborðinu þar sem gosstöðvarnar væru nú. Hann sagði að segja mætti að glufur væru að koma í „lögnina“ og það gæti gerst á fleiri stöðum, bæði til norðurs og suðurs. Nýir gígar gætu því myndast; fyrst myndu koma upp gufa og gas og síðan kvika. Það væri skipulagsaðila að gæta að því að fólk væri ekki á ferðum þar sem það gæti gerst en einnig almenningur bæri einnig ábyrgð á því að fara að fyrirmælum. Annað væri hraunið. Íslendingar væru meðal fárra þjóða sem væru í þeirri forréttindastöðu að upplifa þessa fallegu sjón með berum augum. Hins vegar yrði fólk að vera á varðbergi og gæta sín, sérstaklega þegar um væri að ræða brattar hraunbrúnir. Eina banaslysið sem hefði orðið í gosi á Íslandi hefði átt sér stað þegar hraunbrún gaf sig í Heklugosi. Við ættum að forðast að láta það gerast aftur, sagði Magnús Tumi. Þá gætu undanhlaup orðið, þar sem kvika brýst skjótt undan hraunbrúninni og gæti farið mjög hratt. Þriðja var gasið. Mikið gas kæmi frá gosstöðvunum, um 70 til 80 prósent úr gýgunum en restin frá hrauninu. Ef vindur væri mikill blési hann því burtu en ef ekki væri mikilvægt að halda sig frá lægðum. Gasið gæti verið lyktarlaust og þannig liðið yfir fólk skyndilega og þá væri allt eins líklegt að sama gerðist hjá þeim sem reyndu að koma til aðstoðar. Það er mikilvægt vera áveðurs, sagði Magnús Tumi, með vindinn í bakið. Þegar voraði væri viðbúið að vind myndi lægja og viðbúið að hættulegar aðstæður kæmu oftar upp. Hvatti hann fólk til að halda sig uppi á hæðum; hraunið væri ekki síður fallegra þaðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Veður Heilbrigðismál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira