„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 14:01 Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu í lok janúar á þessu ári. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. „Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00