Njála dómsgagn í nágrannadeilu Snorri Másson skrifar 10. apríl 2021 14:00 Hinn friðaði Bergþórshvoll og hjáleigan Káragerði standa við vesturbakka Affallsins, þar sem deilt hefur verið um hvort Káragerði eigi hlutdeild í veiðiréttindum. Svæðið er vitaskuld sögulega hlaðið og ekki þarf að grúska lengi í íslenskum fornbókmenntum til að finna fræg dæmi um nágrannerjur sem enduðu illa á Bergþórshvoli. Það var hjá þeim Njálu og Bergþóru en nú er öldin önnur. Mats Wibe Lund Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum. Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf. Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf.
Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent