Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 08:08 Frá morðvettvangi í London í mars árið 2018. Vísir/EPA Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að. Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Bresk yfirvöld veittu Glushkov pólitískt hæli árið 2010 eftir að rússnesk yfirvöld sökuðu hann um fjársvik þegar hann var aðstoðarforstjóri flugfélagsins Aeroflot. Rússneskur dómstóll dæmdi hann í átta ára fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt að honum fjarstöddum árið 2017. Glushkov fannst látinn í New Malden í suðvestanverðri London 12. mars árið 2018. Þann dag átti Glushkov, sem var 68 ára gamall, að koma fyrir dómstól í London til að bera af sér sakir. Hann lést viku eftir að eitrað var fyrir Sergei Skrípal, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi. Talið er að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi verið þar að verki. Í skýrslu dánardómstjóra kemur nú fram að áverkar á líki Glushkov bendi til þess að haldið hafi verið utan um háls hans og að árásarmaðurinn hafi staðið fyrir aftan hann, að sögn breska ríkisútvarpssins BBC. Svo virðist sem að Glushkov hafi ekki náð að berjast á móti morðingja sínum en engin varnarsár fundust á líkinu. Enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins á Glushkov og ekki er ljóst hvers vegna hann var drepinn. Fjöldi gagnrýnenda Pútín forseta, andófsfólks og blaðamanna hefur hins vegar látið lífið við voveiflegar aðstæður á tveggja áratuga valdatíð rússneska forsetans. Glushkov var náinn vinur Borisar Berezovskí, rússnesks auðkýfings og harðs gagnrýnanda Pútín. Hann fannst hengdur á heimili sínu í Berkshire á Englandi árið 2013. Ekki liggur fyrir hvernig dauða hans bar að.
Rússland Bretland Tengdar fréttir Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Rússneskur flóttamaður fannst látinn í London Rússinn Nikolai Glushkov, sem flúði frá Rússlandi og fékk hæli í Bretlandi fannst látinn í íbúð sinni í London. 13. mars 2018 16:51