Körfubolti

Tatum skoraði 53 stig í torsóttum sigri Celtics

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jayson Tatum.
Jayson Tatum. vísir/Getty

Níu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í nótt og var mikið um dýrðir venju samkvæmt.

Í Boston tók Celtics á móti Minnesota Timberwolves og úr varð hörkuleikur sem fór alla leið í framlengingu þar sem heimamenn höfðu að lokum betur með níu stiga mun, 136-145. Timberwolves með slakasta árangur allra liða á tímabilinu.

Jayson Tatum var ansi drjúgur fyrir heimamenn; skoraði 53 stig auk þess að taka tíu fráköst og var langstigahæsti leikmaður vallarins.  Hjá Úlfunum var Karl-Anthony Towns atkvæðamestur með 30 stig og tólf fráköst.

New York Knicks vann mikilvægan sigur á Memphis Grizzlies í framlengdum leik og eiga New York liðar góðan möguleika á langþráðu sæti í úrslitakeppni.

Julius Randle hlóð í þrefalda tvennu fyrir Knicks; skoraði fimmtán stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. 

Úrslit næturinnar

Orlando Magic - Indiana Pacers 106-111

Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 145-136

New York Knicks - Memphis Grizzlies 133-129

Atlanta Hawks - Chicago Bulls 120-108

New Orleans Pelicans - Philadelphia 76ers 101-94

Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 119-127

Denver Nuggets - San Antonio Spurs 121-119

Golden State Warriors - Washington Wizards 107-110

Los Angeles Clippers - Houston Rockets 126-109


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×