Rassía á heimili blaðamanns sem afhjúpaði vellystingar Kremlarvina Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2021 14:45 Vladímír Pútín Rússlandsforseti (t.v.) með Igor Setsjin, forstjóra Rosneft og fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra. Anin fjallaði um auðævi Setsjin og konu hans árið 2016 en sakamálarannsókn hefur staðið yfir síðan þá. Vísir/Getty Rússneska lögreglan handtók þekktan rannsóknarblaðamann og lagði hald á síma, raftæki og gögn í rassíu á heimili hans. Dagblað sem hefur birt umfjallanir blaðamannsins segir að lögregluaðgerðin sé hefnd vegna rannsókna hans á áhrifafólki sem tengist stjórnvöldum í Kreml. Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag. Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Rassían í gær tengist frétt Romans Anin um Igor Setsjin, náinn bandamann Vladímírs Pútín forseta, og eiginkonu hans árið 2016. Eiginkona Setsjin hafði þá sést á glæsisnekkju sem var metin á hundrað milljónir dollara, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Setsjin, sem er yfirmaður ríkisolíufélagsins Rosneft, höfðaði síðar meiðyrðamál sem hann vann en hann taldi fréttina hafa skaðað orðspor sitt. Novaya Gazeta var gert að draga fréttina til baka. Anin, sem stofnaði fréttavefinn iStories og var einn rússnesku fréttamannanna sem fjölluðu um Panamaskjölin svonefndu, var skeið vitni í sakamálarannsókn lögreglu á meintum persónuverndarbrotum í tengslum við umfjöllunina en hann hefur aldrei verið ákærður. Lögreglan tók málið skyndilega aftur upp og lét til skarar skríða á heimili Anin í gær. Handtók hún Anin og yfirheyrði stuttlega, að sögn The Guardian. Ritstjórn dagblaðsins Novaya Gazeta segir að aðgerðir lögreglu nú og í fleiri málum séu hefnd gegn Anin. Vefsíða Anin hefur meðal annars birt tölvupósta frá fyrrverandi tengdasyni Pútín sem sýndu hvernig ein dætra forsetans lifði í vellystingum. Í síðasta mánuði fjallaði iStories um meint tengsl háttsetts stjórnanda innan leyniþjónustunnar FSB og skipulagðrar glæpastarfsemi. Lögmaður Anin segir að hann hafi neitað að svara spurningum lögreglu. AP-fréttastofan segir að lögreglan ætli sér að yfirheyra hann öðru sinni á mánudag.
Rússland Fjölmiðlar Panama-skjölin Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira