Gestir sóttkvíarhótela eiga nú kost á útivist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 17:48 Nýjar reglur um útivist gesta sóttvarnahótelanna hafa þegar tekið gildi. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi en enn er margt í útfærslu. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna. „Útivera verður tryggð eftir því sem unnt er á hverjum stað fyrir sig og án þess að skerða sóttvarnir og þar með skerða öryggi gesta. Þetta er í samræmi við tilmæli eða reglur sóttvarnlæknis,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að fólk muni að gestir sóttkvíarhótelanna velji hvort þeir dvelji þar eður ei. Nú sé ekki skylda fyrir komufarþega til að dvelja á sóttkvíarhóteli hafi þeir annan samastað og viti þeir því fyrirfram að útivist sé takmörkuð. Þegar er vinna hafin við að útfæra reglurnar en María segir að útfæra þurfi þær á hverjum stað fyrir sig. Þá þurfi einnig að útfæra þær eftir aðstæðum. „Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að gestir hafa samband við starfsmenn hótelsins og láta vita að þeir óski eftir að fara út og þá verður reynt að verða við því. Það verður í rauninni að útfæra þetta í hverju tilviki fyrir sig vegna þess að ef það er að koma hópur nýrra gesta inn á hótelið er í raun ekki hægt að labba í gegn um sama svæði án þess að skerða sóttvarnir,“ segir María. Lögð verður sérstök áhersla á að mæta útivistarþörf barna og munu þau því hafa forgang. „Það er verið að útfæra þetta nú þegar, að heimila fólki útivist miðað við aðstæður og án þess að skerða sóttvarnir. Það er auðvitað hlutverk sóttkvíarhúss og þess vegna erum við með sóttvarnahótel að verja heilsu fólks með sóttvörnum,“ segir María. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
„Útivera verður tryggð eftir því sem unnt er á hverjum stað fyrir sig og án þess að skerða sóttvarnir og þar með skerða öryggi gesta. Þetta er í samræmi við tilmæli eða reglur sóttvarnlæknis,“ segir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að fólk muni að gestir sóttkvíarhótelanna velji hvort þeir dvelji þar eður ei. Nú sé ekki skylda fyrir komufarþega til að dvelja á sóttkvíarhóteli hafi þeir annan samastað og viti þeir því fyrirfram að útivist sé takmörkuð. Þegar er vinna hafin við að útfæra reglurnar en María segir að útfæra þurfi þær á hverjum stað fyrir sig. Þá þurfi einnig að útfæra þær eftir aðstæðum. „Við sjáum þetta þannig fyrir okkur að gestir hafa samband við starfsmenn hótelsins og láta vita að þeir óski eftir að fara út og þá verður reynt að verða við því. Það verður í rauninni að útfæra þetta í hverju tilviki fyrir sig vegna þess að ef það er að koma hópur nýrra gesta inn á hótelið er í raun ekki hægt að labba í gegn um sama svæði án þess að skerða sóttvarnir,“ segir María. Lögð verður sérstök áhersla á að mæta útivistarþörf barna og munu þau því hafa forgang. „Það er verið að útfæra þetta nú þegar, að heimila fólki útivist miðað við aðstæður og án þess að skerða sóttvarnir. Það er auðvitað hlutverk sóttkvíarhúss og þess vegna erum við með sóttvarnahótel að verja heilsu fólks með sóttvörnum,“ segir María.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum. 10. apríl 2021 11:58
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10. apríl 2021 10:59
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9. apríl 2021 18:43