Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 20:07 Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og mikill áhugamaður um hrafna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst. Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma. Árborg Fuglar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma.
Árborg Fuglar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira