Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2021 20:07 Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og mikill áhugamaður um hrafna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst. Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma. Árborg Fuglar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Byggingakraninn gnæfir yfir í iðnaðarhverfi á Selfossi og engin að spá í því. En þegar nánar er skoðað er mjög merkilegur hlutur í krananum en það er hrafnslaupur, sem krummapar hefur útbúið á síðustu vikum áður en kemur að varpi. „Þetta er afar sérstakur staður, þetta þurfa hrafnarnir í Flóanum að nýta sér, hér er endalaus flatneskja. Þeir hafa ekki varpstaði þannig að þeir hafa gripið til ráðs að nýta sér óhefðbundna staði,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur. En úr hverju eru laupurinn gerður? „Þeir eru bara að safna saman sprekum, gaddavír og öllu mögulegu. Það er ótrúlega skemmtilegt að skoða hreiðurefnið hjá þeim. Svo fóðra þeir laupinn með ull. Eggin eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins, þannig að það þarf að vera mjúkur botn, þetta er alveg meistaralega byggt.“ Laupurinn, sem er staðsettur hátt upp í byggingakrana á Selfossi þar sem hrafnsparið væntir þess að fá frið til að liggja á eggjunum og hugsa síðan um ungana sína þegar þar að kemur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jóhann Óli segir að hrafninn sé með allra vitrustu fuglum. „Já, hann er náttúrulega mjög gáfaður, þetta eru með alskörpustu fuglum. Hann getur hermt eftir, hann er stríðin og það er mikill ærsli og leikur í þeim oft þegar þeir fljúga um og kankast á. Það er bara svo margt í hegðun þeirra og atferli, sem gaman er að fylgjast með og gerir þá með skemmtilegustum fuglum.“ Það er ekki nóg með að Jóhann Óli sé heillaður af hrafninum því hann er líka góður að herma eftir krumma.
Árborg Fuglar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira