Magdeburg var 16-11 yfir í hálfleik en munurinn varð að endingu sjö mörk, 33-26. Magdeburg er í fjórða sæti deildarinnar.
Ómar Ingi skoraði tólf mörk úr fimmtán skotum fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson er á meiðslalistanum.
Alexander Petersson og félagar í Flensburg eru á toppi deildarinnar með 38 stig, líkt og Rhein Neckar Löwen, eftir sigur á Leipzig í dag, 29-23.
Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað en stóð varnarleikinn í sigri Rhein Neckar Löewn á Coburg, 31-28. Ljónin eru jöfn Flensburg á toppi deildarinnar.
Flensburg hefur leikið 21 leik en Ljónin hafa leikið 26 leiki en Alexander komst ekki á blað í leiknum.
Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart sem tapaði fyrir Wetzlar á heimavelli, 24-31.
Stuttgart er í þrettánda sætinu.