Reynir Bergvinsson og Linda Björgvinsdóttir eru með um hundrað dúfur á Selfossi og segja það eitt af allra skemmtilegustu áhugamálum sínum að hugsa um dúfurnar og fara með þær í keppnir. Nú eru fyrstu ungarnir fæddir en þeir stækka ótrúlega hratt.
„Þetta er sá tími sem við förum að taka upp unga og undirbúa vor og sumar. Við pörum um jólaleytið og fáum ungana í febrúar. Ungauppeldið fer þannig fram að þau skiptast á að liggja á, pabbinn og mamman og gefa bæði mjólk, sérstaka dúfnamjólk, sem þau framleiða í sarpi og skipta jafnt á ungana,“ segir Helgi.
Helgi segir það mjög magnað að karlfuglinn skuli framleiða mjólk.
„Já, það eru ekki margar fuglategundir í heiminum þar sem karlfuglinn framleiðir mjólk til að gefa ungum sínum.“

Þeim fjölgar alltaf sem fá sér dúfur enda segir Helga þetta mikið nörda sport.
„Enda gríðarlega gaman að vera með dúfur, ég er ekki hissa á að það fjölgi. Ræktunin og keppnin með dúfurnar er það skemmtilega við sportið, það er mikil spenna í kringum keppnirnar þar sem mikill metingur er á milli manna, það vilja allir vera kóngar,“ segir Helgi og hlær.
