„Vorum miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2021 14:00 Glódís Perla Viggósdóttir í leik Íslands og Ítalíu í Coverciano í fyrradag. getty/Gabriele Maltinti Glódís Perla Viggósdóttir fagnar breyttum leikstíl íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar þar sem meiri áhersla er lögð á að halda boltanum. Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40. EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í fyrsta leiknum undir stjórn Þorsteins á laugardaginn. Íslenska liðið hélt boltanum vel í leiknum eins og ætlunin var. „Við erum búnar að fara yfir nýjar áherslur sem þjálfarateymið er að koma með inn. Eins og mikið hefur verið rætt er mikil áhersla á að vilja vera með boltann og skapa okkar eigin færi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi í dag. „Þótt við höfum ekki skapað neitt rosalega mikið af færum í leiknum fannst mér við samt vera miklu rólegri og yfirvegaðri með boltann en við höfum verið áður. Ég var mjög ánægð að sjá það. En þetta var bara fyrsti leikur og það verður mjög gaman að sjá þann næsta.“ Þurfum að fylgja þróun fótboltans Glódís er afar vel spilandi og segir að þessi breyting á leikstíl íslenska liðsins henti sér vel. „Klárlega, ég held líka að þetta sé eitthvað sem er mjög mikilvægt fyrir okkur sem lið. Næsta skref fyrir okkur er að geta bæði stjórnað leikjum með og án bolta. Og þannig er fótboltinn að þróast og við þurfum að fylgja þeirri þróun. Ég held við séum með hóp sem getur gert það,“ sagði Glódís. Óhræddar að vera með boltann og stýra leiknum Þorsteinn kvaðst nokkuð sáttur með hvernig áherslubreytingarnar skiluðu sér inni á vellinum gegn Ítalíu í fyrradag. Hann hefði þó viljað ógna marki ítalska liðsins meira. „Við héldum boltanum vel. Það voru leiðir sem við gátum farið en náðum kannski ekki að nýta. Við hefðum alveg getað opnað þær betur en þetta er fyrsti leikur og kannski ekki hægt að troða öllu inn. En það var jákvætt að við vorum óhræddar að vera með boltann og óhræddar að stýra leiknum,“ sagði Þorsteinn. „Þegar við töpuðum boltanum vorum við þéttar til baka, opnuðum okkur lítið og gáfum fá færi á okkur. Það voru jákvæðir punktar, bæði í sókn og vörn.“ Þorsteinn Halldórsson stýrði íslenska landsliðinu í fyrsta sinn á laugardaginn.getty/Gabriele Maltinti Þótt Þorsteinn vilji sjá íslenska liðið halda boltanum vel segir hann að það velti oft á andstæðingunum hvernig leikirnir verði. Verðum lítið með boltann í einhverjum leikjum „Þetta er eins og við viljum spila, að við þorum að vera með boltann og við séum ekki bara að verjast. Við verðum að vilja vera með boltann, vilja stýra leikjum, vera þolinmóðar og bíða eftir tækifærunum með ákveðnum hlaupum og hreyfingum,“ sagði Þorsteinn. „Svona vil ég að við spilum þetta en auðvitað gerum við okkur grein fyrir að það fer alltaf eftir andstæðingum. Ítalska liðið er gott og verður sennilega enn sterkara á morgun. Við gerum okkur alveg grein fyrir því að í einhverjum leikjum verðum við lítið við boltann. En það skiptir samt máli að þú þorir að vera með hann þegar þú færð tækifæri til.“ Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 14:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 13:40.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira