„Getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. apríl 2021 22:01 Hipsumhaps sendi frá sér lagið Þjást í dag ásamt meðfylgjandi myndbandi. Vísir frumsýnir í kvöld myndband við lagið Þjást með Hipsumhaps. Lagið er nú einnig komið út á Spotify og er af væntanlegri plötu Hipsumhaps. Hipsumhaps hlaut mikið lof fyrir plötuna Best gleymdu leyndarmálin á síðasta ári sem að innihélt lög eins og Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin. Fannar segir að nýja platan gangi alveg upp sem framhald af þeirri fyrri. „Mér finnst hún þroskaðari og í raun ennþá meira Hipsumhaps. Fjölbreytt“ Segir Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Vísi. Á persónulegum nótum „Þjást er lag sem ég samdi fyrir nokkrum árum og fjallar í rauninni bara um samskipti við aðra manneskju, sem þú ert hrifinn af. Upplifa stórar tilfinningar, það þarf ekkert að vera bara að vera ógeðslega ástfanginn, þetta getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama og fara fram úr sér.. “ Fannar Ingi Friðþjófsson setur hjartað á borðið með nýrri plötu.Anna Maggý Leikstýrur af myndbandinu Þjást eru þær Álfheiður Marta og Svanhildur. „Þær stóðu sig ótrúlega vel og ýttu mér út fyrir þægindarammann. Ég hugsaði aldrei um að leika í þessu sjálfur þegar að við byrjuðum að ræða hugmyndir og ég var frekar tregur með það. Svo bara að treysta þeim fyrir þessu og leyfa þeim að gera sitt.“ segir Fannar um samstarfið. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Hipsumhaps sendir frá sér. Hann leyfði leikstýrunum að ráða ferðinni og segist ekki hafa horft mikið á myndbandið sjálfur í ferlinu. „Það væri skrítið að vera búinn að horfa á það mjög oft, það væri narsissískt.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en lagið má einnig finna á Spotify. Leikstýra fyrir hvorn annan Fannar er með bakgrunn innan kvikmyndageirans, þar á meðal við framleiðslu á tónlistarmyndböndum. Þetta hefur því verið bæði skemmtilegt og krefjandi fyrir hann. „Við erum búin að taka upp nokkur önnur myndbönd og ég er bara að leikstýra þessu sjálfur og fleiri góðir.“ Hann vann áður sem listrænn stjórnandi á auglýsingastofu og getur nýtt sér mikið það sem hann lærði í því starfi. „Þar lærði ég margt um verkferlana við að gera tónlist. Að fá hugmynd, framkvæma hana og birta. Hingað til hefur mér fundist næs að fá hugmyndirnar og framleiða þær en ekki beint titla mig sem leikstjóra, en hafa samt geðveikt sterkar skoðanir. Þannig afhverju ekki bara að prófa þetta.“ Fannar hefur þó leikstýrt tónlistarmyndbandi áður en á Youtube er nafn leikstjórans skrifað Fannsi frændi. „Ég leikstýrði í fyrsta skipti myndbandi fyrir Birni og Lil‘ Binna við lagið PBS og svo núna var Lil‘ Binni að leikstýra myndbandi fyrir mig, sem verður epískt.“ Hvatvís útgáfa Fyrir páska laumaði Hipsumhaps laginu 2021 á Spotify og er fyrsta lagið sem að kemur út af væntanlegri plötu. „Ég samdi þessa gítarlínu fyrir næstum því tíu árum síðan en ég náði aldrei að koma niður neinum texta. Svo gróf ég þetta þegar við fórum að gera plötuna og fannst þetta gott lag til að byrja plötuna. Lagið setur tóninn fyrir restina af plötunni og skilaboð hennar. Að ná utan um tíðarandann og boða kærleik.“ segir Fannar. Fannar segir að mikið af vinum hans komi að þessu með honum. Tengingarnar eru margar skemmtilegar. Til dæmis var ungur drengur að vinna á tökustað með föður sínum, en strákurinn hafði verið nemandi Fannars í 8. bekk í Álftanesskóla á síðasta ári. Úr myndbandinu við lagið þjást. „Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst í kvikmyndageiranum og er að hjálpa mér að gera þessi myndbönd." Síðasta sumar vonbrigði Hann vonar að fólk taki vel í tónlistina og láti svo sjá sig þegar tónlistarfólk fær kost á því að stíga á svið á ný. „Það skiptir miklu máli að það verði stemning þegar þessi faraldur er búinn, þegar búið er að ná tökum á honum. Ég vona svo að fólk verði duglegt að mæta á viðburði og tónleika, að fjölmenna og stappa kofann þegar þetta samkomubann er búið vegna þess að á þessu lifir listin.“ Lagið Þjást er komið á Spotify og myndbandið er komið á Youtube.Hipsumhaps Hann viðurkennir samt að óvissan sé enn mikil varðandi sumarið 2021. „Ég er búinn að vera að hafa samband við tónleikastaði og það er enginn að skipuleggja neitt. Einhverjir staðir eru meira að segja ekki vissir hvort þeir ætli yfir höfuð að halda tónleika í sumar og eru því ekki að taka við bókunum. Það segir ótrúlega margt og getur slegið úr manni vindinn en á sér eðlilegar útskýringar. Þessi faraldur er að bitna á öllum. En núna er ég bara að gefa út, setja hjartað mitt á borðið og framkvæmi hugmyndir af ótrúlega mikilli ástríðu. Ég leggst ekkert í læsta hliðarlegu og fer að vorkenna sjálfum mér, því þetta er val og ég er að velja þetta. Ég vel að elta ástríðuna. Ég ákvað bara að keyra á þetta, taka áhættu og vera ekki háður styrkjum frá ríkinu.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Hipsumhaps hlaut mikið lof fyrir plötuna Best gleymdu leyndarmálin á síðasta ári sem að innihélt lög eins og Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin. Fannar segir að nýja platan gangi alveg upp sem framhald af þeirri fyrri. „Mér finnst hún þroskaðari og í raun ennþá meira Hipsumhaps. Fjölbreytt“ Segir Fannar Ingi Friðþjófsson í samtali við Vísi. Á persónulegum nótum „Þjást er lag sem ég samdi fyrir nokkrum árum og fjallar í rauninni bara um samskipti við aðra manneskju, sem þú ert hrifinn af. Upplifa stórar tilfinningar, það þarf ekkert að vera bara að vera ógeðslega ástfanginn, þetta getur líka verið kvíði yfir því að manneskjan sé ekki að upplifa það sama og fara fram úr sér.. “ Fannar Ingi Friðþjófsson setur hjartað á borðið með nýrri plötu.Anna Maggý Leikstýrur af myndbandinu Þjást eru þær Álfheiður Marta og Svanhildur. „Þær stóðu sig ótrúlega vel og ýttu mér út fyrir þægindarammann. Ég hugsaði aldrei um að leika í þessu sjálfur þegar að við byrjuðum að ræða hugmyndir og ég var frekar tregur með það. Svo bara að treysta þeim fyrir þessu og leyfa þeim að gera sitt.“ segir Fannar um samstarfið. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem Hipsumhaps sendir frá sér. Hann leyfði leikstýrunum að ráða ferðinni og segist ekki hafa horft mikið á myndbandið sjálfur í ferlinu. „Það væri skrítið að vera búinn að horfa á það mjög oft, það væri narsissískt.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en lagið má einnig finna á Spotify. Leikstýra fyrir hvorn annan Fannar er með bakgrunn innan kvikmyndageirans, þar á meðal við framleiðslu á tónlistarmyndböndum. Þetta hefur því verið bæði skemmtilegt og krefjandi fyrir hann. „Við erum búin að taka upp nokkur önnur myndbönd og ég er bara að leikstýra þessu sjálfur og fleiri góðir.“ Hann vann áður sem listrænn stjórnandi á auglýsingastofu og getur nýtt sér mikið það sem hann lærði í því starfi. „Þar lærði ég margt um verkferlana við að gera tónlist. Að fá hugmynd, framkvæma hana og birta. Hingað til hefur mér fundist næs að fá hugmyndirnar og framleiða þær en ekki beint titla mig sem leikstjóra, en hafa samt geðveikt sterkar skoðanir. Þannig afhverju ekki bara að prófa þetta.“ Fannar hefur þó leikstýrt tónlistarmyndbandi áður en á Youtube er nafn leikstjórans skrifað Fannsi frændi. „Ég leikstýrði í fyrsta skipti myndbandi fyrir Birni og Lil‘ Binna við lagið PBS og svo núna var Lil‘ Binni að leikstýra myndbandi fyrir mig, sem verður epískt.“ Hvatvís útgáfa Fyrir páska laumaði Hipsumhaps laginu 2021 á Spotify og er fyrsta lagið sem að kemur út af væntanlegri plötu. „Ég samdi þessa gítarlínu fyrir næstum því tíu árum síðan en ég náði aldrei að koma niður neinum texta. Svo gróf ég þetta þegar við fórum að gera plötuna og fannst þetta gott lag til að byrja plötuna. Lagið setur tóninn fyrir restina af plötunni og skilaboð hennar. Að ná utan um tíðarandann og boða kærleik.“ segir Fannar. Fannar segir að mikið af vinum hans komi að þessu með honum. Tengingarnar eru margar skemmtilegar. Til dæmis var ungur drengur að vinna á tökustað með föður sínum, en strákurinn hafði verið nemandi Fannars í 8. bekk í Álftanesskóla á síðasta ári. Úr myndbandinu við lagið þjást. „Ég er svo ótrúlega þakklátur fyrir allt fólkið sem ég hef kynnst í kvikmyndageiranum og er að hjálpa mér að gera þessi myndbönd." Síðasta sumar vonbrigði Hann vonar að fólk taki vel í tónlistina og láti svo sjá sig þegar tónlistarfólk fær kost á því að stíga á svið á ný. „Það skiptir miklu máli að það verði stemning þegar þessi faraldur er búinn, þegar búið er að ná tökum á honum. Ég vona svo að fólk verði duglegt að mæta á viðburði og tónleika, að fjölmenna og stappa kofann þegar þetta samkomubann er búið vegna þess að á þessu lifir listin.“ Lagið Þjást er komið á Spotify og myndbandið er komið á Youtube.Hipsumhaps Hann viðurkennir samt að óvissan sé enn mikil varðandi sumarið 2021. „Ég er búinn að vera að hafa samband við tónleikastaði og það er enginn að skipuleggja neitt. Einhverjir staðir eru meira að segja ekki vissir hvort þeir ætli yfir höfuð að halda tónleika í sumar og eru því ekki að taka við bókunum. Það segir ótrúlega margt og getur slegið úr manni vindinn en á sér eðlilegar útskýringar. Þessi faraldur er að bitna á öllum. En núna er ég bara að gefa út, setja hjartað mitt á borðið og framkvæmi hugmyndir af ótrúlega mikilli ástríðu. Ég leggst ekkert í læsta hliðarlegu og fer að vorkenna sjálfum mér, því þetta er val og ég er að velja þetta. Ég vel að elta ástríðuna. Ég ákvað bara að keyra á þetta, taka áhættu og vera ekki háður styrkjum frá ríkinu.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira