Leikur sem skiptir sköpum fyrir okkar stelpur er 600 kílómetrum frá þeim Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 11:30 Andrea Rán Hauksdóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Karitas Tómasdóttir á æfingu landsliðsins á Ítalíu. @footballiceland Þó að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mæti Ítalíu í vináttulandsleik í Flórens í dag má segja að annar leikur, í öðru landi, skipti enn meira máli fyrir liðið. Í dag ræðst hvaða þrjú lið verða þau síðustu til að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Ísland og Ítalía, sem og Austurríki, tryggðu sig inn á mótið sem stigahæstu liðin sem lentu í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Hin sex liðin sem lentu í 2. sæti fóru í umspil og ráðast úrslitin í umspilinu í dag. Norður-Írland er 2-1 yfir fyrir seinni leik sinn við Úkraínu sem fram fer í Belfast. Rússland vann sömuleiðis útisigur, 1-0, í fyrri leik sínum við Portúgal. Staðan í einvígi Tékklands og Sviss er hins vegar jöfn, 1-1, en liðin mætast í kvöld í 600 kílómetra fjarlægð frá leikstað Íslands, nánar tiltekið í bænum Thun í Sviss. Ræður því hvort Ísland fer í þriðja eða fjórða flokk Það er einmitt leikur Tékklands og Sviss sem skiptir sköpum fyrir íslenska landsliðið. Málið er einfalt. Ef að Sviss vinnur einvígið verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Ef að Tékkland vinnur þá kemst Ísland í þriðja styrkleikaflokk, sleppur við að mæta Danmörku, Belgíu eða Austurríki, og fær eitt af lökustu liðum mótsins með sér í riðil. Augu íslenskra stuðningsmanna ættu því ekki aðeins að vera á leik Ítalíu og Íslands, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport kl. 14 í dag, heldur einnig á leik Sviss og Tékklands sem hefst kl. 18. Liðin sem leika á EM Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland. Flokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía. Flokkur 3: Danmörk, Belgía, Austurríki, Sviss/Ísland. Flokkur 4: Finnland, Tékkland/Ísland, Úkraína/N-Írland, Rússland/Portúgal. EM 2021 í Englandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Í dag ræðst hvaða þrjú lið verða þau síðustu til að tryggja sig inn á Evrópumótið sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Ísland og Ítalía, sem og Austurríki, tryggðu sig inn á mótið sem stigahæstu liðin sem lentu í 2. sæti síns riðils í undankeppninni. Hin sex liðin sem lentu í 2. sæti fóru í umspil og ráðast úrslitin í umspilinu í dag. Norður-Írland er 2-1 yfir fyrir seinni leik sinn við Úkraínu sem fram fer í Belfast. Rússland vann sömuleiðis útisigur, 1-0, í fyrri leik sínum við Portúgal. Staðan í einvígi Tékklands og Sviss er hins vegar jöfn, 1-1, en liðin mætast í kvöld í 600 kílómetra fjarlægð frá leikstað Íslands, nánar tiltekið í bænum Thun í Sviss. Ræður því hvort Ísland fer í þriðja eða fjórða flokk Það er einmitt leikur Tékklands og Sviss sem skiptir sköpum fyrir íslenska landsliðið. Málið er einfalt. Ef að Sviss vinnur einvígið verður Ísland í neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Ef að Tékkland vinnur þá kemst Ísland í þriðja styrkleikaflokk, sleppur við að mæta Danmörku, Belgíu eða Austurríki, og fær eitt af lökustu liðum mótsins með sér í riðil. Augu íslenskra stuðningsmanna ættu því ekki aðeins að vera á leik Ítalíu og Íslands, sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport kl. 14 í dag, heldur einnig á leik Sviss og Tékklands sem hefst kl. 18. Liðin sem leika á EM Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland. Flokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía. Flokkur 3: Danmörk, Belgía, Austurríki, Sviss/Ísland. Flokkur 4: Finnland, Tékkland/Ísland, Úkraína/N-Írland, Rússland/Portúgal.
Liðin sem leika á EM Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland. Flokkur 2: Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía. Flokkur 3: Danmörk, Belgía, Austurríki, Sviss/Ísland. Flokkur 4: Finnland, Tékkland/Ísland, Úkraína/N-Írland, Rússland/Portúgal.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira