UNICEF veitir neyðaraðstoð á St. Vincent eyju Heimsljós 13. apríl 2021 09:36 UNICEF Þúsundir barna hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi eftir að sprengigos hófst í eldfjallinu La Soufriere fyrir helgi. „Okkar helstu áhyggjur eru ekki einungis öryggi þeirra fimm þúsund barna og fjölskyldna sem búa á hættusvæðinu heldur einnig velferð allra íbúa eyjunnar,“ sagði Dr. Aloys Kamuragiye, fulltrúi UNICEF fyrir austur-Karíbahaf. Þúsundir barna hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi eftir að sprengigos hófst í eldfjallinu La Soufriere fyrir helgi. Eldgosinu fylgdi mikið öskufall sem þekur nú stóran hluta eyjunnar. Eldfjallið gaus síðast árið 1979. UNICEF og samstarfsaðilar hafa nú þegar náð að veita 4.800 börnum á hættusvæði eyjunnar aðstoð, meðal annars komið þeim í öruggt skjól í neyðarskýlum og tryggt aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Búist er við því að meira en þúsund fjölskyldur hafi misst lífsviðurværi sín og þurfi tafarlausa fjárhagsaðstoð. Að mati Kamuragieye þarf að auka neyðaraðgerðir á svæðinu til þess að ná til allra þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Hættan á frekari sprengigosum er enn fyrir hendi. UNICEF minnir á að heimsforeldrar geri samtökunum kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara og kveðst halda áfram að veita íbúum St. Vincent aðstoð og tryggja öryggi þeirra barna sem eru nú í hættu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Sankti Vinsent og Grenadínur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent
„Okkar helstu áhyggjur eru ekki einungis öryggi þeirra fimm þúsund barna og fjölskyldna sem búa á hættusvæðinu heldur einnig velferð allra íbúa eyjunnar,“ sagði Dr. Aloys Kamuragiye, fulltrúi UNICEF fyrir austur-Karíbahaf. Þúsundir barna hafa þurft að yfirgefa heimili sín á eyjunni St. Vincent í Karíbahafi eftir að sprengigos hófst í eldfjallinu La Soufriere fyrir helgi. Eldgosinu fylgdi mikið öskufall sem þekur nú stóran hluta eyjunnar. Eldfjallið gaus síðast árið 1979. UNICEF og samstarfsaðilar hafa nú þegar náð að veita 4.800 börnum á hættusvæði eyjunnar aðstoð, meðal annars komið þeim í öruggt skjól í neyðarskýlum og tryggt aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Búist er við því að meira en þúsund fjölskyldur hafi misst lífsviðurværi sín og þurfi tafarlausa fjárhagsaðstoð. Að mati Kamuragieye þarf að auka neyðaraðgerðir á svæðinu til þess að ná til allra þeirra sem þurfa á stuðningi að halda. Hættan á frekari sprengigosum er enn fyrir hendi. UNICEF minnir á að heimsforeldrar geri samtökunum kleift að bregðast strax við þegar neyðarástand skapast vegna náttúruhamfara og kveðst halda áfram að veita íbúum St. Vincent aðstoð og tryggja öryggi þeirra barna sem eru nú í hættu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Sankti Vinsent og Grenadínur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent