Frá þessu segir á vef Hæstaréttar. Þar kemur fram að Ólöf hafi lokið laganámi frá Háskóla Íslands árið 1988 og framhaldsnámi í lögfræði frá Cambridge University árið 2002.
„Ólöf var framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar frá stofnun hennar árið 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri dómstólaráðs á árunum 2011 til 2017 og skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur á árunum 2006 til 2011,“ segir í tilkynningunni.
Ólöf mun taka við starfinu af Þorsteini A. Jónssyni.