Fella niður vexti smálána í vanskilum Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 19:27 Deilt hefur verið um lögmæti smálánanna. Vísir/Vilhelm BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá innheimtufyrirtækinu sem segir að með kaupunum á kröfusafninu hafi allir vextir og lántökukostnaður aðrir en hefðbundnir dráttarvextir verið felldir niður. Þá staðhæfir BPO að með þessu hafi óvissu um lögmæti krafnanna verið eytt. „Til 15. maí býður BPO Innheimta öllum skuldurum, sem vilja leysa úr sínum málum án dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, að ganga frá sínum skuldum óháð því hversu gamlar þær eru. Öllum skuldurum býðst að gera upp einungis höfuðstól lánanna svo framarlega sem það er gert í síðasta lagi 15. maí og þá verða dráttarvextir og innheimtukostnaður felldur niður.“ Segja lánin ólögmæt Deilt hefur verið um lögmæti krafna umræddra smálánafyrirtækja og hafa Neytendasamtökin sagt lánin vera ólögmæt. Neytendastofa úrskurðaði árið 2019 að smálánafyrirtækin í eigu eCommerce 2020 hafi brotið gegn neytendalögum, meðal annars með því að rukka of háa vexti og kostnað af lánum sínum. Eftir að Neytendastofa hóf athugun sína gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla hafa nú hætt að veita ný lán. Þá hafa Neytendasamtökin sakað fyrirtækið Almenna innheimtu, sem hefur áður séð um innheimtu umræddra krafna, um ólöglega innheimtu smálána. Auk þess komst Úrskurðarnefnd lögmanna að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið innheimtulög. Kaupa endurgreiðslurétt Í tilkynningu frá BPO Innheimtu býðst fyrirtækið til að kaupa endurgreiðslurétt skuldara gagnvart smálánafyrirtækjunum í þeim tilfellum þar sem fólk á kröfu á þau vegna ofgreiddra vaxta eða annars lántökukostnaðar. Með því muni BPO lækka útistandandi lán í kröfusafni sínu til samræmis við þann kostnað sem var ofgreiddur. Er fólk sem á ógreidd lán hjá Kredia, Hraðpeningum, Smálánum, 1909 og Múla sem vill nýta sér úrræðið eða greiða upp lán sín beðið um að hafa samband við BPO Innheimtu. Smálán Neytendur Tengdar fréttir Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. 18. desember 2020 08:26 Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. 24. september 2020 12:19 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. 26. ágúst 2019 18:45 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá innheimtufyrirtækinu sem segir að með kaupunum á kröfusafninu hafi allir vextir og lántökukostnaður aðrir en hefðbundnir dráttarvextir verið felldir niður. Þá staðhæfir BPO að með þessu hafi óvissu um lögmæti krafnanna verið eytt. „Til 15. maí býður BPO Innheimta öllum skuldurum, sem vilja leysa úr sínum málum án dráttarvaxta og innheimtukostnaðar, að ganga frá sínum skuldum óháð því hversu gamlar þær eru. Öllum skuldurum býðst að gera upp einungis höfuðstól lánanna svo framarlega sem það er gert í síðasta lagi 15. maí og þá verða dráttarvextir og innheimtukostnaður felldur niður.“ Segja lánin ólögmæt Deilt hefur verið um lögmæti krafna umræddra smálánafyrirtækja og hafa Neytendasamtökin sagt lánin vera ólögmæt. Neytendastofa úrskurðaði árið 2019 að smálánafyrirtækin í eigu eCommerce 2020 hafi brotið gegn neytendalögum, meðal annars með því að rukka of háa vexti og kostnað af lánum sínum. Eftir að Neytendastofa hóf athugun sína gerði Ecommerce 2020 breytingar á lánafyrirkomulagi sínu og lækkaði kostnað við lántöku niður í 53%. Fyrir breytingu var árleg hlutfallstala kostnaðar eða vextir og kostnaður af lánunum á bilinu 3.444% til 13.298% eftir lánstíma og lánsfjárhæð. Kredia, Hraðpeningar, Smálán, 1909 og Múla hafa nú hætt að veita ný lán. Þá hafa Neytendasamtökin sakað fyrirtækið Almenna innheimtu, sem hefur áður séð um innheimtu umræddra krafna, um ólöglega innheimtu smálána. Auk þess komst Úrskurðarnefnd lögmanna að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið innheimtulög. Kaupa endurgreiðslurétt Í tilkynningu frá BPO Innheimtu býðst fyrirtækið til að kaupa endurgreiðslurétt skuldara gagnvart smálánafyrirtækjunum í þeim tilfellum þar sem fólk á kröfu á þau vegna ofgreiddra vaxta eða annars lántökukostnaðar. Með því muni BPO lækka útistandandi lán í kröfusafni sínu til samræmis við þann kostnað sem var ofgreiddur. Er fólk sem á ógreidd lán hjá Kredia, Hraðpeningum, Smálánum, 1909 og Múla sem vill nýta sér úrræðið eða greiða upp lán sín beðið um að hafa samband við BPO Innheimtu.
Smálán Neytendur Tengdar fréttir Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. 18. desember 2020 08:26 Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. 24. september 2020 12:19 Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. 26. ágúst 2019 18:45 Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Meiðyrðamál smálánarisa gegn Neytendasamtökunum fyrir dómstóla Munnlegur málflutningur í meiðyrðamáli smálánafyrirtækisins eCommerce gegn Breka Karlssyni og Neytendasamtökunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau ummæli sem deilt er um voru sett fram í tölvupóstsamskiptum og alls fjögur talsins. 18. desember 2020 08:26
Vara við „villandi eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin hafa varað við „eingreiðslutilboði“ innheimtufyrirtækisins Almennrar innheimtu sem boðið hefur verið þeim sem hafa tekið smálán og eru til innheimtu hjá fyrirtækinu. 24. september 2020 12:19
Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn smálánafyrirtækjum Neytendasamtökin kanna grundvöll fyrir hópmálsókn gegn fyrirtækinu eCommerce 2020 sem býður upp á smálán hér á landi í gegnum fimm smálánafyrirtæki. 26. ágúst 2019 18:45
Segja innheimtufélag smálánafyrirtækja hafa brotið lög Úrskurðarnefnd lögmanna er sögð hafa komist að þeirri niðurstöðu að Almenn innheimta, sem starfað hefur fyrir smálánafyrirtæki, hafið brotið innheimtulög. Neytendasamtökin segja að engu að síður sé engin leið til þess að stöðva það sem þau telja ólöglega innheimtu smálána. 14. maí 2020 17:54