Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs. Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson. Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira