Kvörtunum Samherja vegna saksóknara og dómara vísað frá Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 21:01 Samherji mótmælti niðurstöðunni. Vísir/Sigurjón Nefnd um dómarastörf og eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafa vísað frá tveimur kvörtunum Samherja vegna annars vegar dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og hins vegar saksóknara hjá embætti héraðssaksóknara. RÚV greinir frá þessu. Kvartanirnar snerust um úrskurð héraðsdóms í desember þar sem fallist var á kröfu héraðssaksóknara um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG yrði gert að afhenda gögn um bókhald og reikningsskil félaga innan Samherjasamstæðunnar undanfarinn áratug. Farið var fram á afhendingu gagnanna í tengslum við rannsókn embættis héraðssaksóknara á starfsemi Samherja í Namibíu. Í febrúar felldi Landsréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að KPMG áfrýjaði úrskurðinum og var málið sent aftur í hérað. Í úrskurði Landsréttar kom fram að fyrir héraðsdómi hafi ekki legið fyrir nauðsynleg gögn til að tekin yrði afstaða til kröfu héraðssaksóknara um að KPMG afhenti umrædd gögn. Telur kvörtunina ekki heyra undir valdsvið nefndarinnar RÚV hefur fengið þær upplýsingar frá nefnd um eftirlit með lögreglu að hún hafi ekki talið tilefni til frekari meðferðar en að athygli héraðssaksóknara hefði verið vakin á málinu. Þá kom fram í svarinu að nefndin hafi ekki eftirlit með störfum ákæruvalds nema það varði störf lögreglu. Nefnd um dómarastörf afgreiddi kvörtun Samherja á fundi sínum í gær. Í niðurstöðu hennar kemur fram að nefndin telji að kvörtunin heyri ekki undir valdsvið nefndarinnar og henni því vísað frá. Lögmaður Samherja mótmælti því að kvörtuninni hafi verið vísað frá á grundvelli þess að ekki væri um dómsúrlausn að ræða heldur háttsemi og vanrækslu dómara. Dómarinn sem um ræðir er Ingibjörg Þorsteinsdóttir en í athugasemdum hennar til nefndarinnar sagði hún að misritun í þingbók hafi átt sér stað. Mistökin væru á hennar ábyrgð þar sem hún hafi ekki gætt þess að lesa nægilega vandlega yfir forskráð atriði í þingbókinni. Það var þó mat hennar að lagaskilyrðum hafi verið fullnægt þar sem kröfugerð héraðssaksóknara hafi verið ítarleg og vitnað orðrétt til ýmissa gagna. Landsréttur hafi þó því verið ósammála. Vildu upplýsa um hvernig ákvarðanir voru teknar Embætti héraðssaksóknara hefur til rannsóknar Samherja og starfsmenn félagsins. Sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins hafa réttarstöðu sakbornings. Í greinargerð héraðssaksóknara, sem vísað var til í úrskurði héraðsdóms í desember, kemur fram að til skoðunar sé tímabilið 2011 til 2019 eða lengur og að meint brot starfsmanna eða fyrirsvarsmanna Samherja og tengdra félaga varði mútur, peningaþvætti og eftir atvikum auðgunarbrot. Taldi Finnur Þór Vilhjámsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, nauðsynlegt að fá gögnin frá KPMG til að upplýsa um hvernig ákvarðanir voru teknar hjá Samherja varðandi starfsemi samstæðunnar í Namibíu. Sömuleiðis fjárhag- og rekstrarafkomu viðkomandi félaga. Rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða starfsmenn eða stjórnendur hafi tekið ákvarðanir eða haft vitneskju um þær. „Í þeim þætti rannsóknarinnar telji embættið að þýðingu geti haft meðal annars að upplýst verði eins og unnt sé hvernig stjórnskipulagi, ákvarðanatöku og boðleiðum eða boðvaldi innan samstæðunnar hafi almennt verið háttað á hverjum tíma,“ sagði í greinargerð saksóknara. Samherjaskjölin Dómsmál Namibía Tengdar fréttir Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. 5. febrúar 2021 14:50 Þorsteinn Már sagður vera með réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður vera á meðal sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakbornings 3. september 2020 19:26 Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Kvartanirnar snerust um úrskurð héraðsdóms í desember þar sem fallist var á kröfu héraðssaksóknara um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG yrði gert að afhenda gögn um bókhald og reikningsskil félaga innan Samherjasamstæðunnar undanfarinn áratug. Farið var fram á afhendingu gagnanna í tengslum við rannsókn embættis héraðssaksóknara á starfsemi Samherja í Namibíu. Í febrúar felldi Landsréttur úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur eftir að KPMG áfrýjaði úrskurðinum og var málið sent aftur í hérað. Í úrskurði Landsréttar kom fram að fyrir héraðsdómi hafi ekki legið fyrir nauðsynleg gögn til að tekin yrði afstaða til kröfu héraðssaksóknara um að KPMG afhenti umrædd gögn. Telur kvörtunina ekki heyra undir valdsvið nefndarinnar RÚV hefur fengið þær upplýsingar frá nefnd um eftirlit með lögreglu að hún hafi ekki talið tilefni til frekari meðferðar en að athygli héraðssaksóknara hefði verið vakin á málinu. Þá kom fram í svarinu að nefndin hafi ekki eftirlit með störfum ákæruvalds nema það varði störf lögreglu. Nefnd um dómarastörf afgreiddi kvörtun Samherja á fundi sínum í gær. Í niðurstöðu hennar kemur fram að nefndin telji að kvörtunin heyri ekki undir valdsvið nefndarinnar og henni því vísað frá. Lögmaður Samherja mótmælti því að kvörtuninni hafi verið vísað frá á grundvelli þess að ekki væri um dómsúrlausn að ræða heldur háttsemi og vanrækslu dómara. Dómarinn sem um ræðir er Ingibjörg Þorsteinsdóttir en í athugasemdum hennar til nefndarinnar sagði hún að misritun í þingbók hafi átt sér stað. Mistökin væru á hennar ábyrgð þar sem hún hafi ekki gætt þess að lesa nægilega vandlega yfir forskráð atriði í þingbókinni. Það var þó mat hennar að lagaskilyrðum hafi verið fullnægt þar sem kröfugerð héraðssaksóknara hafi verið ítarleg og vitnað orðrétt til ýmissa gagna. Landsréttur hafi þó því verið ósammála. Vildu upplýsa um hvernig ákvarðanir voru teknar Embætti héraðssaksóknara hefur til rannsóknar Samherja og starfsmenn félagsins. Sex fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins hafa réttarstöðu sakbornings. Í greinargerð héraðssaksóknara, sem vísað var til í úrskurði héraðsdóms í desember, kemur fram að til skoðunar sé tímabilið 2011 til 2019 eða lengur og að meint brot starfsmanna eða fyrirsvarsmanna Samherja og tengdra félaga varði mútur, peningaþvætti og eftir atvikum auðgunarbrot. Taldi Finnur Þór Vilhjámsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, nauðsynlegt að fá gögnin frá KPMG til að upplýsa um hvernig ákvarðanir voru teknar hjá Samherja varðandi starfsemi samstæðunnar í Namibíu. Sömuleiðis fjárhag- og rekstrarafkomu viðkomandi félaga. Rannsóknin beinist meðal annars að því að upplýsa hvaða starfsmenn eða stjórnendur hafi tekið ákvarðanir eða haft vitneskju um þær. „Í þeim þætti rannsóknarinnar telji embættið að þýðingu geti haft meðal annars að upplýst verði eins og unnt sé hvernig stjórnskipulagi, ákvarðanatöku og boðleiðum eða boðvaldi innan samstæðunnar hafi almennt verið háttað á hverjum tíma,“ sagði í greinargerð saksóknara.
Samherjaskjölin Dómsmál Namibía Tengdar fréttir Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. 5. febrúar 2021 14:50 Þorsteinn Már sagður vera með réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður vera á meðal sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakbornings 3. september 2020 19:26 Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja. 5. febrúar 2021 14:50
Þorsteinn Már sagður vera með réttarstöðu sakbornings Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er sagður vera á meðal sex núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins sem hafa réttarstöðu sakbornings 3. september 2020 19:26
Hafnar því að hafa greitt mútur en greiddu „einhverjar greiðslur til ráðgjafa“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. 16. ágúst 2020 11:29